Til bakaPrenta
Umhverfisnefnd - 6

Haldinn að Austurvegi 67, Selfossi,
06.11.2019 og hófst hann kl. 17:00
Fundinn sátu: Eggert Valur Guðmundsson formaður, S-lista,
Ragnheiður Guðmundsdóttir nefndarmaður, D-lista,
Ólafur Hafsteinn Jónsson nefndarmaður, D-lista,
Páll Sigurðsson varamaður, B-lista,
Arnar Hlynur Ómarsson varamaður, M-lista,
Sigurður Ólafsson deildarstjóri.
Fundargerð ritaði: Sigurður Ólafsson, deildarstjóri
Formaður býður Pál Sigurðsson og Arnar Hlyn Ómarsson velkomna á þeirra fyrsta fund umhverfisnefndar.


Dagskrá: 
Almenn afgreiðslumál
1. 1903289 - Fundargerðir hverfisráðs Stokkseyrar 2019
Fundargerð hjá Hverfaráði Stokkseyrar 17. september 2019:
Mál nr. 2, 4, 7, 12 og 14 skulu tekin fyrir í Umhverfisnefnd Árborgar.

Afgreiðsla umhverfisnefndar á fundargerð Hverfaráðs Stokkseyrar frá 17. september sl.

Liður 2. Lausar rollur í þorpinu? íbúar orðnir mjög þreyttir á þessu:

Umhverfisnefnd felur Mannvirkja- og umhverfissviði að yfirfara heildstætt girðingarmál í samráði við leigutaka beitarlanda sveitarfélagsins.

Liður 4. Öll tré ónýt eftir sláttur sumarsins. Búið að slá börkinn af þeim. Hverfaráði þykir þetta mjög miður og óskar eftir því að sett verði ný tré:

Mannvirkja- og umhverfissviði falið að skoða málið í samráði við Hverfaráð Stokkseyrar.

7. Fá hundagerði strax, hefur verið tekið fyrir áður hjá hverfaráði og furðar það sig á því að ekki hafi verið brugðist við:

Mannvirkja- og umhverfissviði (MOU) hefur verið falið að finna heppilegan stað fyrir hundasleppisvæði við Stokkseyri, svipuðu og því sem er á Selfossi. Þau hundasleppisvæði sem Reykjavíkurborg er með eru ca. 600 m2. Þetta eru svæðin við BSÍ og í Laugardalnum. Hundasleppisvæðið á Selfossi er mun stærra en þau svæði sem sveitarfélög eru almennt að setja upp fyrir hundaeigendur.

Skoðuð var lóðin Stóra hraun lóð 3, með landnúmerið 217223. Þessi staðsetning er nokkurn veginn mitt á milli Stokkseyrar og Eyrarbakka. Þessi lóð er frekar óhentug vegna mikils kostnaðar við gerð vegar, bílastæða og er ekki hentug varðandi að sækja rafmagn ef lýsingu þyrfti að koma fyrir á hundasleppisvæðinu.

Einnig hefur verið skoðað land rétt vestan við Stokkseyri sem er við hlið Eyrarbrautar 36. Þetta er lóðin Stokkseyri með landnúmer 165571 og er sú sem Mannvirkja- og umhverfissvið líst best á fyrir hundasleppisvæðið. Þarna er aðkeyrslan að lóðinni mjög góð, stutt í bílastæði sunnan við Eyrarbrautina og einnig stutt í rafmagn. Þá er einnig ekki þörf á mikilli jarðvegsvinnu á svæðinu vegna framkvæmdarinnar.

Deildarstjóra framkvæmda- og tæknideildar er falið að kynna staðsetningu hundasleppisvæðisins fyrir Hverfaráði Stokkseyrar og verði sátt um staðsetninguna verður í framhaldinu sótt um framkvæmdarleyfi til skipulags- og byggingarnefndar. Einnig verður haft samráð við Taum Hagsmunafélag hundaeigenda.

Liður 12.Setja grjót til að ekki sé hægt að keyra upp á sjóvarnargarðinn, vestan megin við þorpið:

Verksstjóra þjónustumiðstöðvar er falið að skoða málið og koma með tillögur að úrbótum.

Liður 14. Vantar grænar ruslatunnur á ljósastaura á skólalóðinni hjá BES. Nemendur mjög duglegir að týna rusl en þurfa að fara yfir götu til að komast í ruslafötu:

Umhverfisnefnd fagnar því að nemendur eru duglegir að safna rusli. Deildarstjóra framkvæmda- og tæknideildar er falið að leysa málið með skólastjórnendum BES.




2. 1606089 - Umhverfisstefna
Drög að nýrri umhverfisstefnu sem unnin hefur verið af Stefáni Gíslasyni hjá Environice kynnt fyrir umhverfisnefnd.
Lögð voru fram drög að nýrri umhverfisstefnu sem unnin hafa verið af Stefáni Gíslasyni. Nefndinni líst vel á drögin og óskar eftir að Stefán komi á næsta fund nefndarinnar og kynni drögin og mögulegt framhald á vinnu við umhverfisstefnuna. Deildarstjóra framkvæmda- og tæknideildar er falið að boða Stefán til fundar við nefndina.
4. 1910304 - Útflutningur á sorpi til brennslu
Samningsdrög við ÍGF um móttöku á almennum blönduðum úrgangi til endurvinnslu eða orkuendurvinnslu frá Sveitarfélaginu Árborg. Samningurinn er fyrirhugaður vegna þeirra aðstæðna sem komnar eru upp þ.e. að Sorpstöð Suðurlands bs. getur ekki lengur tryggt móttöku og meðhöndlun úrgangs frá Sveitarfélaginu Árborg.
Samningurinn við ÍGF er lagður fram og samþykktur af umhverfisnefnd. Mannvirkja- og umhverfissviði Árborgar er falið að undirbúa útboð og skoða hagkvæmustu leiðir í sorphirðumálum.
5. 1910333 - Bakkahestar - fyrirspurn um beitarland
Fyrirspurn um beitarland til leigu undir hesta á svokölluðu landi Rófugarður, sem Guðmundur Sæmundsson hefur haft á leigu hjá Sveitarfélaginu Árborg.
Umhverfisnefnd þakkar fyrir erindið. Í fyrstu grein reglna um beitar- og ræktarlönd kemur fram að skylt sé að auglýsa slík lönd til úthlutunar. Deildarstjóra framkvæmda- og tæknideildar og bæjarritara er falið að yfirfara reglur um úthlutanir á leigu á beitar og ræktunarlöndum og leggja fyrir umhverfisnefnd.
6. 1902028 - Sorphirða í Árborg 2019
Umræða um gjaldtöku á brúnni tunnu.

Umhverfisnefnd leggur til að hafin verði gjaldtaka fyrir brúna tunnu og gjaldið verði það sama og fyrir bláa tunnu, þ.e. 13.200 kr.
Erindi til kynningar
3. 1907031 - Hundasleppisvæði við Stokkseyri
Staðsetning á fyrirhuguðu hundasleppisvæði við Stokkseyri kynnt umhverfisnefnd.
Deildarstjóra framkvæmda- og tæknideildar er falið að vinna málið áfram.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:10 

Til bakaPrenta