Til bakaPrenta
Bæjarstjórn - 24

Haldinn Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi,
27.05.2020 og hófst hann kl. 17:00
Fundinn sátu: Helgi Sigurður Haraldsson forseti bæjarstjórnar,
Eggert Valur Guðmundsson bæjarfulltrúi, S-lista,
Arna Ír Gunnarsdóttir bæjarfulltrúi, S-lista,
Tómas Ellert Tómasson bæjarfulltrúi, M-lista,
Sigurjón Vídalín Guðmundsson bæjarfulltrúi, Á-lista,
Gunnar Egilsson bæjarfulltrúi, D-lista,
Brynhildur Jónsdóttir bæjarfulltrúi, D-lista,
Kjartan Björnsson bæjarfulltrúi, D-lista,
Ari B. Thorarensen bæjarfulltrúi, D-lista,
Gísli Halldór Halldórsson bæjarstjóri, Helga María Pálsdóttir bæjarritari.
Fundargerð ritaði: Helga María Pálsdóttir, bæjarritari


Dagskrá: 
Almenn erindi
1. 2002136 - Eignasala Mundakotsskemma Eyrarbakka
Tillaga frá 73. fundi bæjarráðs frá 7. maí sl., liður 3. Erindi frá safnstjóra Byggðasafns Árnesing, dags. 4. maí, þar sem fram kemur að safnið hafi ekki lengur not fyrir Mundakotsskemmuna á Eyrarbakka.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að leitað verði eftir verðtilboðum og að Mundakotsskemma verði seld.

Ari B. Thorarensen, D-lista og Eggert Valur Guðmundsson, S-lista tóku til máls.
Lögð var fram breytingatillaga um að vísa málinu til skipulags- og byggingarnefndar til umfjöllunar. Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með 9 atkvæðum.
Tómas Ellert Tómasson, M-lista vék af fundi við afgreiðslu málsins.
2. 2003211 - Reglur um daggæslu í heimahúsum
Tillaga frá 73. fundi bæjarráðs frá 7. maí sl. liður 4.3 2003211 - Reglur um daggæslu í heimahúsum

Bæjarráð samþykkir framlagðar reglur um daggæslu í heimahúsum.

Lagt er til við bæjarstjórn að samþykkja reglur um daggæslu í heimhúsum.

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt með 8 atkvæðum.

Tómas Ellert Tómasson, M-lista kom inn á fundinn.
3. 2003205 - Umsókn um byggingaráform - Hellismýri 16
Tillaga frá 44. fundi skipulags- og byggingarnefndar frá 6. maí sl., liður 7. Umsókn um byggingaráform að Hellismýri 16 Selfossi, erindið hefur verið grenndarkynnt og engar athugasemdir borist.

Lagt er til við bæjarstjórn að deiliskipulagsbreytingin verði samþykkt.

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með 9 atkvæðum
4. 2005120 - Fyrirspurn um byggingu bílskúrs - Heiðarbrún 24
Tillaga frá 45. fundi skipulags- og byggingarnefndar, frá 20. maí sl. liður 4. Fyrirspurn um byggingu bílskúrs að Heiðarbrún 24 Stokkseyri.

Lagt er til við bæjarstjórn að deiliskipulagsbreytingin verði samþykkt.

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með 9 atkvæðum
5. 1705111 - Deiliskipulagstillaga - Austurvegur 52-60a
Tillaga frá 45. fundi skipulags- og byggingarnefndar, frá 20. maí sl. liður 6. Deiliskipulagstillaga - Austurvegur 52-60a

Lagt er til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan, að teknu tilliti til athugasemda, verði samþykkt.

Sigurjón V. Guðmundsson, Á-lista tók til máls.
Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með 9 atkvæðum
6. 1907112 - Tillaga að götunöfnum í Bjarkarlandi.
Tillaga frá 45. fundi skipulags- og byggingarnefndar, frá 20. maí sl. liður 7. Tillaga að götunöfnum í Bjarkarlandi.

Lagt er til við bæjarstjórn að gatan sem liggur sunnan við hverfið í landi Björkur hljóti nafnið Hólastekkur. Á deiliskipulagsuppdrætti er gatan merkt gata 19.

Gunnar Egilsson, D-lista, Eggert Valur Guðmundsson, S-lista og Tómas Ellert Tómasson, M-lista tóku til máls.

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með 9 atkvæðum

7. 2002160 - Fyrirspurn um stækkun á byggingarreit - Fagurgerði 12
Tillaga frá 45. fundi skipulags- og byggingarnefndar frá 20. maí sl. liður 8. Fyrirspurn um stækkun á byggingarreit að Fagurgerði 12 Selfossi, erindið hefur verið grenndarkynnt og athugasemdir borist.

Skipulagsfulltrúa falið að svara athugasemdum. Lagt er til við bæjarstjórn að deiliskipulagsbreytingin verði samþykkt.

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með 9 atkvæðum.
8. 1812126 - Samningur um móttöku á óvirkum jarðvegsefnum í landi Súluholts í Flóahreppi
Tillaga frá 24. fundi eigna- og veitunefndar frá 6. maí sl., liður 7. Samningur um móttöku á óvirkum jarðefnum til landmótunar í landi Súluholts í Flóahreppi.

Nefndin leggur til við bæjarstjórn að samþykkja samninginn.

Brynhildur Jónsdóttir, D-lista, Sigurjón V. Guðmundsson, Á-lista, Gunnar Egilsson, D-lista og Tómas Ellert Tómasson, M-lista tóku til máls.
Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með 9 atkvæðum.
9. 1207024 - Skaðabótakrafa - Gámaþjónustan hf. og útboð sorphirðu í Árborg
Niðurstaða Landsréttar í máli Eko eigna ehf gegn Sveitarfélaginu Árborg, auk beiðni um viðauka við fjárhagsáætlun ársins til greiðslu skaðabóta vegna dóms Landsréttar.
Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, Gunnar Egilsson, D-lista, Ari B. Thorarensen, D-lista, Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, Sigurjón V. Guðmundsson, Á-lista tóku til máls.

Eggert Valur Guðmundsson, S-lista lagði fram eftirfarandi bókun:
Bókun vegna dóms Landsréttar í máli Eko eigna ehf gegn Svf Árborg.
Eftir tæplega 9 ára málarekstur sér loks fyrir endann á einu umdeildasta máli sem komið hefur á borð bæjaryfirvalda á undanförnum árum.
Landsréttur hefur nú endanlega dæmt ólögmæta ákvörðun þáverandi meirihluta Sjálfstæðisflokksins frá 15. desember 2011 um að hafna báðum tilboðum í verkið Söfnun og flutningur úrgangs, moltugerð og þjónusta við gámastöð 2012-2016, en tvö fyrirtæki buðu í verkið Gámaþjónustan og Íslenska Gámafélagið og átti Gámaþjónustan lægra tilboðið.
Þessi mistök, sem þáverandi minnihluti varaði við á sínum tíma, hafa valdið sveitarfélaginu tjóni upp á marga tugi milljóna króna. Sveitarfélagið er dæmt til þess að greiða, með dráttarvöxtum, 25 milljónir króna í skaðabætur, auk þess sem málskostnaður vegna þessa máls er orðinn um það bil 36 milljónir króna, þar af 7 milljónir króna á þessu ári.
Samtals eru þetta rúmar 60 milljónir króna sem íbúar sveitarfélagsins þurfa að greiða, vegna dæmalausra og óvandaðra vinnubragða. Sveitarfélagið er dæmt til þess að greiða skaðabætur vegna eins árs af fjórum, sem samningur átti að taka til, og má álykta að sveitarfélagið teljist heppið að þurfa ekki að greiða skaðabætur vegna alls samningstímans. Landsréttur vísar í dómi sínum í fyrningarákvæði hvað varðar seinni hluta samningstímans en málið hefur tekið óheyrilega langan tíma.
Í minnisblaði bæjarlögmanns, sem lagt var fram á fundi bæjarráðs þegar málið var til umfjöllunar þar á sínum tíma, kemur m.a. fram að hann geti ekki gefið ótvíræð svör um hvort gallar hafi verið á útboðsferlinu. Hvergi er heldur til ótvíræður úrskurður í sambærilegum málum en í úrskurði kærunefndar útboðsmála í máli nr. 12/2006 segir „ Það er meginregla í opinberum innkaupum að bjóðendur geta ekki breytt grundvallarþáttum í tilboðum sínum eftir að þau hafa verið opnuð, enda eru slíkar breytingar almennt til þess fallnar að raska samkeppni og fela í sér hættu á mismunun“.
Einnig kemur skýrt fram í dómi Landsréttar að einn bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins var vanhæfur til að taka umrædda ákvörðun vegna tengsla sinna við annað fyrirtækjanna sem bauð í verkið og átti hærra tilboðið. Þessi umdeilda ákvörðun sem gagnrýnd var mjög harðlega á sínum tíma af þáverandi minnihluta, var í andstöðu við fyrirmæli laga og því ólögmæt.
Ástæða er til þess að þakka Torfa Ragnari Sigurðssyni lögmanni fyrir hans vinnu við að verja hagsmuni sveitarfélagsins í þessu máli og að niðurstaðan varð ekki mun verri en reyndin varð.
Ábyrgð á þessu herfilegu mistökum og tilheyrandi fjárútlátum sveitarfélagsins vegna málsins er alfarið á ábyrgð þáverandi meirihluta D-lista Sjálfstæðisflokksins og þeim sem þá voru og eru enn í dag fulltrúar hans í bæjarstjórn.

Arna Ír Gunnarsdóttir S lista
Eggert Valur Guðmundsson S lista
Helgi Sigurður Haraldssson B lista
Sigurjón Vídalín Guðmundsson Á lista
Tómas Ellert Tómasson M lista
10. 2005163 - Verðkönnun vegna úttektar á framkvæmdum á vegum Sveitarfélagsins Árborgar
Þann 28. apríl sl. var send út verðkönnun á sex aðila og óskað eftir verðtilboðum í gerð óháðrar úttektar á embættisfærslum og ferli mála er varða undirbúning, hönnun og framkvæmd á nokkrum nánar tilgreinum framkvæmdum á vegum sveitarfélagsins og ákveðið var að ráðast í á 20. bæjarstjórnarfundi Svf. Árborgar, dags. 19. febrúar sl. Tilboð bárust frá fjórum aðilum: Haraldi Líndal, KPMG, Deloitte og Grant Thornton. Lagt er til við bæjarstjórn að ganga að lægsta tilboði sem uppfyllir hæfniskröfur verðkönnunargagna.

Ari B. Thorarensen, D-lista og Gunnar Egilsson, D-lista tóku til máls.
Tillaga um að ganga að tilboði Grant Thornton, uppá kr. 3.775.800 m. vsk var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með 9 atkvæðum.
11. 2002046 - Viðauki við fjárhagsáætlun 2020
Viðauki nr. 2 2020.

2003223 - Covid-19 - aðgerðir fyrir heimili og fyrirtæki.

2004217 - Sumarstörf fyrir námsmenn 18 ára og eldri 2020.

1909153 - Hitaveita við Votmúlaveg, Austurmúli ofl.

1207024 - Skaðabótakrafa - Gámaþjónustan hf. og útboð sorphirðu í Árborg.

2005163 - Verðkönnun vegna úttektar á framkvæmdum á vegum Sveitarfélagsins Árborgar.

Gísli H. Halldórsson, bæjarstjóri og Ari B. Thorarensen, D-lista tóku til máls.

Viðauki nr. 2, 2020 var borinn undir atkvæði og samþykktur samhljóða með 9 atkvæðum.
12. 2004211 - Ársreikningur 2019
Síðari umræða.
Gísli H. Halldórsson, bæjarstjóri, Gunnar Egilsson, D-lista, Ari B. Thorarensen, D-lista, Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, Kjartan Björnsson, D-lista, Sigurjón V. Guðmundsson, Á-lista, Tómas Ellert Tómasson, M-lista, Helgi S. Haraldsson, B-lista og Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista tóku til máls.

Ársreikningur 2019 var borinn undir atkvæði og samþykktur samhljóða með 9 atkvæðum.

Gunnar Egilsson, D-lista lagði fram eftirfarandi bókun:
Athygli vekur að A-hluti sveitarsjóðs er í mínus sem nemur 136 millj. króna. Tekjuaukning A-hluta á milli áranna 2018 og 2019 er 1.028 millj.króna. Í ljósi þeirrar miklu tekjuaukningar hefði verið eðlilegt að A-hluti hefði skilað að lágmarki um 200-300 millj.króna afgangi. Það er grafalvarlegur hlutur að rekstrarafkoma sé ekki betri en raun ber vitni.

Skuldaviðmið er nú 119% og er því haldið fram að það hafi lækkað frá 2017. Horfa verður á þá fullyrðingu í því ljósi að breytingar hafa verið gerðar á útreikningi skuldahlutfalls á tímabilinu, m.a. hefur þar áhrif að rekstur Leigubústaða Árborgar var tekinn út úr samstæðu sveitarfélagsins skv. nýlegri lagaheimild, þá var einnig reglum um útreikning skuldaviðmiðs breytt. Ef bornar eru saman tölur frá 2017 miðað við þær breytingar sem gerðar hafa verið þá er raunin sú að skuldaviðmið hækkar umtalsvert, en það hefði verið um 108% 2017 miðað við núgildandi útreikning, en er nú 119%. Ekki er því um lækkun skulda að ræða.
Bæjarfulltrúar D lista hafa alvarlegar áhyggjur af vaxandi skuldastöðu sveitarfélagsins þrátt fyrir vaxandi tekjur.

Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista lagði fram eftirfarandi bókun:
Rekstur Sveitarfélagsins Árborgar, árið 2019, einkenndist af miklum og örum vexti sveitarfélagsins, fólksfjölgun uppá 6%. Með svo mikilli fjölgun íbúa aukast útsvarstekjur verulega en einnig allur kostnaður við að veita þá þjónustu sem lögbundin er og aðra nauðsynlega þjónustu fyrir íbúana. Við skoðun ársreikningsins endurspeglast þetta helst í mikilli aukningu kostnaðar í fræðslu-og uppeldismálum og skipulags- og byggingarmálum, umfram áætlun ársins, ásamt sameiginlegum kostnaði.
Fræðslu- og uppeldismál eru 177 milljónir yfir áætlun og er þar helsta ástæðan mikil aukning á launagreiðslum en þær eru 100 milljónir yfir áætlun. Veikindalaun eru mjög hár kostnaður hjá sveitarfélaginu og í leik- og grunnskólum Árborgar voru árið 2019 greiddar 100 milljónir í veikindalaun sem ekki var áætlað fyrir.
Skipulags-og byggingarmál eru 45 milljónir yfir áætlun og er þar helsta ástæðan mikil aukning á aðkeyptri þjónustu vegna lögfræði-, verkfræði- og arkitektakostnaðar en hann er 25 milljónir yfir áætlun. Einnig er mikil aukning á launakostnaði m.a vegna byggingareftirlits og veikindalauna.
Sameiginlegur kostnaður er 56 milljónir yfir áætlun og er þar helsta ástæðan aukning á aðkeyptri þjónustu sérfræðinga m.a vegna útboða á ræstingu, samtals 30 milljónir. Einnig eru launagreiðslur umfram áætlun.
Loks eru lífeyrisskuldbindingar umfram áætlun um 46 milljónir. Lífeyrisskuldbindingar er erfitt að áætla en þær eru reiknaðar út í árslok 2019 af tryggingarstærðfræðingi, samkv. reglum sem þar gilda um.
Aðalasjóður skilaði tapi uppá 44 milljónir en var áætlað að skilaði afgangi uppá 31 milljón. Eins og sjá má hér að ofan vantar ekki mikið uppá að hægt sé að reka aðalsjóð með afgangi og skal það vera meginmarkið í rekstri Árborgar að svo verði. Samstæðan skilaði afgangi uppá 111 milljónir en var áætlað að skilaði 173 milljónum í afgang.
Skuldahlutfall Sveitarfélagsins Árborgar hefur náð nýju lágmarki og er samkv. reglum þar um, í árslok 117,5% en var 153% árið 2014. Það var 122,6% í árslok 2018.
Mikilli uppbyggingu og hraðri fjölgun íbúa, fylgja miklir vaxtaverkir og hefur Sveitarfélagið Árborg ekki farið varhluta af því undanfarin ár og þá sérstaklega árið 2019. Mikið kapphlaup er í gangi að byggja upp þjónustu fyrir ört vaxandi sveitarfélag s.s með byggingu leikskóla og grunnskóla ásamt öðrum innviðum. Við undirrituð skorumst ekki undan þeirri ábyrgð sem því fylgir og vonum að aðrir bæjarfulltrúar geri það ekki heldur. Starfsmenn Árborgar hafa ekki farið varhluta af þessu heldur og ber að þakka þeim fyrir mikla og góðu vinnu á þessum tímum mikillar fjölgunar íbúa og þeim mikla vexti sem verið hefur og mun halda áfram eins og horfur eru í dag.
Arna Ír Gunnarsdóttir S lista
Eggert Valur Guðmundsson S lista
Helgi Sigurður Haraldssson B lista
Sigurjón Vídalín Guðmundsson Á lista
Tómas Ellert Tómasson M lista

Sveitarfélagið Árborg Samantekinn ársreikningur 2019 seinni umræða.pdf
Sveitarfélagið Árborg. Endurskoðuanrskýrsla 2019.pdf
13. 2005200 - Samkomulag um íbúðabyggð í Laugardælalandi
Tillaga til bæjarstjórnar að samkomulagi við Austurbæ fasteignafélag ehf, kt. 481216-0520, og Auðhumlu svf., kt. 460269-0599 um íbúðabyggð á landi þeirra Laugardælalandi, landnúmer 192143.
Gísli H. Halldórsson, bæjarstjóri, Gunnar Egilsson, D-lista, Ari B. Thorarensen, D-lista, Sigurjón V. Guðmundsson, Á-lista og Tómas Ellert Tómasson, M-lista tóku til máls.

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með 9 atkvæðum.
14. 1503158 - Viðauki við samkomulag um uppbyggingu í miðbæ Selfoss
Tillaga að viðauka við samkomulag um uppbyggingu alhliða miðbæjarstarfsemi og ferðaþjónustu í miðbæ Selfoss, milli Sveitarfélagsins Árborgar og Sigtúns Þróunarfélags ehf. kt. 551012-1310
Gísli H. Halldórsson, bæjarstjóri tók til máls.

Fundarhlé var gert kl. 19.30
Fundi var framhaldið kl. 19.32.

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með 9 atkvæðum.
Fundargerðir
15. 2004005F - Skipulags og byggingarnefnd - 43
43. fundur haldinn 22. apríl.
16. 2004006F - Fræðslunefnd - 21
21. fundur haldinn 22. apríl.
17. 2004008F - Eigna- og veitunefnd - 23
23. fundur haldinn 22. apríl.
18. 2004012F - Bæjarráð - 72
72. fundur bæjarráðs haldinn 30. apríl.

19. 2004011F - Félagsmálanefnd - 14
14. fundur haldinn 28. apríl.
Brynhildur Jónsdóttir, D-lista og Gísli H. Halldórsson, bæjarstjóri tóku til máls undir lið nr. 7, símhringiverkefni fjölskyldusviðs.
20. 2004001F - Frístunda- og menningarnefnd - 8
8. fundur haldinn 4. maí.

21. 2005002F - Bæjarráð - 73
73. fundur haldinn 7. maí.

22. 2004013F - Skipulags og byggingarnefnd - 44
44. fundur haldinn 6. maí.
23. 2005001F - Umhverfisnefnd - 11
11. fundur haldinn 22. apríl.
Ari B. Thorarensen, D-lista og Eggert Valur Guðmundsson, S-lista tóku til máls undir lið nr. 5. Sorphirða í Árborg 2019/2020
24. 2005003F - Eigna- og veitunefnd - 24
24. fundur haldinn 6. maí.
Tómas Ellert Tómasson, M-lista tók til máls undir lið nr. 1 -Snjallmælavæðing Selfossveitna.
25. 2005006F - Bæjarráð - 74
74. fundur haldinn 14. maí.

26. 2005007F - Eigna- og veitunefnd - 25
25. fundur haldinn 11. maí.

Tómas Ellert Tómasson, M-lista tók til máls undir lið nr. 2- Ársfjórðungsuppgjör fjárfestingaáætlunar 2020.
27. 2005010F - Bæjarráð - 75
75. fundur haldinn 20. maí.
Brynhildur Jónsdóttir, D-lista og Gísli H. Halldórsson, bæjarstjóri tóku til máls undir lið nr. 10 - Fundargerðir Bergrisans.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 20:10 

Til bakaPrenta