Til bakaPrenta
Skipulags og byggingarnefnd - 20

Haldinn að Austurvegi 67, Selfossi,
22.05.2019 og hófst hann kl. 08:10
Fundinn sátu: Sigurjón Vídalín Guðmundsson formaður, Á-lista,
Ari Már Ólafsson nefndarmaður, M-lista,
Sigurður Andrés Þorvarðarson nefndarmaður, S-lista,
Ari B. Thorarensen nefndarmaður, D-lista,
Magnús Gíslason nefndarmaður, D-lista,
Bárður Guðmundsson skipulags- og byggingafulltrúi, Ástgeir Rúnar Sigmarsson aðstoðarbyggingafulltrúi, Stefán Guðmundsson fulltrúi á skipulags- og byggingarsviði.
Fundargerð ritaði: Bárður Guðmundsson, Byggingafulltrúi
Gestir á fundi Anne B. Hansen og Vigfús Þ. Hróbjartsson.
Ástgeir Rúnar Sigmarsson ritaði fundargerð.


Dagskrá: 
Almenn afgreiðslumál
1. 1803028 - Tillaga að deiliskipulagsbreytingu fyrir Nýjabæ Sandvíkurhrepp.
Lagt er til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði auglýst.
2. 1705111 - Deiliskipulagsbreyting fyrir Austurveg 52-60a Selfossi.
Anne B. Hansen og Vigfús Þ. Hróbjartsson kynntu drög að deiliskipulagi að Austurvegi 52-60a.
3. 1704198 - Umsókn um endurnýjun á byggingarleyfi að Laxabakka 4 Selfossi. Umsækjandi: Helgi Jónsson.
Samþykkt að grenndarkynna erindið fyrir Laxabakka 1, 2, 3, 5 og 6 og Hellubakka 1, 3 og 5
4. 1905037 - Fyrirspurn um byggingu bílskúrs að Álftarima 3 Selfossi. Fyrirspyrjandi: Jóhann Þórisson
Skipulags- og byggingarfulltrúa falið að afla frekari gagna.
5. 1905104 - Fyrirspurn um byggingaráform að Heiðarbrún 6 Stokkseyri. Fyrirspyrjandi: Auðsalir ehf.
Skipulags- og byggingarfulltrúa falið að útbúa tillögu að skipulagi svæðisins.
6. 1905087 - Umsagnarbeiðni vegna byggingaáforma að Bankavegi 8 Selfossi.
Fyrirhuguðum byggingaráformum hafnað þar sem þau samræmast ekki gildandi aðal- og deiliskipulagi.
7. 1904172 - Beiðni um vilyrði fyrir lóðunum að Eyrarbraut 51, 53 og 55 Stokkseyri. Umsækjandi: Unnar Már Hjaltason.
Skipulags- og byggingarfulltrúa falið að útbúa tillögu að skipulagi svæðisins. Lagt er til við bæjarráð að beiðni um vilyrði verði hafnað.
8. 1810116 - Fyrirspurn um nýtingu og skiptingu lóðarinnar að Miðtúni 15 Selfossi. Fyrirspyrjandi: Sæmundur Gíslason.
Óskað eftir ítarlegri gögnum til grenndarkynningar. Samþykkt að grenndarkynna erindið fyrir eigendum íbúða við Miðtún
9. 1905130 - Ósk um stöðuleyfi fyrir stálgrindarhúsi að Gagnheiði 27 Selfossi. Umsækjandi: Viðar Bergsson.
Stöðuleyfisumsókn samþykkt til þriggja mánaða. Staðsetning skal vera í samráði við skipulags- og byggingarfulltrúa.
10. 1903304 - Afgreiðsla á grenndarkynningu vegna breytinga á byggingareit að Hellismýri 2 Selfossi. Engar athugasemdir bárust.
Lagt er til við bæjarstjórn að skipulagsbreytingin verði samþykkt.
11. 1903181 - Afgreiðsla grenndarkynningar vegna rekstrarleyfis til sölu gistingar að Jórutúni 6 Selfossi. Ein athugasemd barst.
Samþykkt að veita neikvæða umsögn á grundvelli athugasemda við grenndarkynningu.
12. 1904194 - Afgreiðsla á grenndarkynningu vegna umsóknar um stækkun á byggingareit að Vörðulandi 1 Selfossi. Engar athugasemdir bárust.
Lagt er til við bæjarstjórn að skipulagsbreytingin verði samþykkt.
13. 1905280 - Umsókn um framkvæmdarleyfi vegna endurgerðar Smáratúns á Selfossi. Umsækjandi: Sveitarfélagið Árborg.
Lagt er til við bæjarráð að framkvæmdarleyfið verði veitt.
14. 1905007F - Afgreiðslunefnd byggingarfulltrúa - 19

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:30 

Til bakaPrenta