Til bakaPrenta
Bæjarstjórn - 15

Haldinn Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi,
18.09.2019 og hófst hann kl. 17:00
Fundinn sátu: Helgi Sigurður Haraldsson forseti bæjarstjórnar,
Eggert Valur Guðmundsson bæjarfulltrúi, S-lista,
Klara Öfjörð Sigfúsdóttir varamaður, S-lista,
Tómas Ellert Tómasson bæjarfulltrúi, M-lista,
Sigurjón Vídalín Guðmundsson bæjarfulltrúi, Á-lista,
Gunnar Egilsson bæjarfulltrúi, D-lista,
Brynhildur Jónsdóttir bæjarfulltrúi, D-lista,
Kjartan Björnsson bæjarfulltrúi, D-lista,
Sveinn Ægir Birgisson varamaður, D-lista,
Gísli Halldór Halldórsson bæjarstjóri, Helga María Pálsdóttir bæjarritari.
Fundargerð ritaði: Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri
Fulltrúar ungmennaráðs:
Egill Hermannsson
Jakob Heimir Burgel Ingvarsson
Emilía Sól Guðmundsdóttir
Sindri Snær Bjarnason
Ísabella Rán Bjarnadóttir
Kristín Ósk Guðmundsdóttir
Ásrún Aldís Hreinsdóttir
Ólafía Ósk Svanbergsdóttir
Guðmundur Bjarni Brynjólfsson


Forseti bæjarstjórnar setti fundinn og bauð sérstaklega velkomna fulltrúa ungmennráðs Árborgar.

Forseti leitaði afbrigða að taka á dagskrá viðauka við fjárhagsáætlun vegna beiðni um fjölgun stuðningsfulltrúa á frístundaheimilum. Var það borið undir atkvæði og samþykkt samhljóða.

Jakob Heimir Burgel Ingvarsson, frá ungmennaráði, tók til máls og sagði frá verkefnum ungmennaráðs og því sem áunnist hefur hjá ráðinu og framundan er.


Dagskrá: 
Almenn erindi
1. 1909115 - Tillaga frá UNGSÁ um að efla sálfræðiþjónustu í grunnskólum
Ungmennaráð Árborgar leggur til að efla sálfræðiþjónustu í grunnskólum með því að auka viðveru sálfræðinga í grunnskólum sveitarfélagsins.
Guðmundur Bjarni Brynjólfsson lagði fram eftirfarandi tillögu frá ungmennaráði:

Ungmennaráð Árborgar leggur til að efla sálfræðiþjónustu í grunnskólum með því að auka viðveru sálfræðinga í grunnskólum sveitarfélagsins.

- Þrátt fyrir öfluga sálfræðinga hjá skólaþjónustu sveitarfélagsins þá er aðgengi hins almenna nemenda mjög lítið að fyrstu stigum sálfræðiþjónustu í grunnskólunum
- Það eykur traust nemenda að sálfræðingur skólans sé sýnilegur reglulega og augljóslega virkur á meðal starfsmanna skólans. Þetta eykur líka líkur á því að starfsmenn skólanna leiti til sálfræðinga sem málefni nemenda þeirra.

Að loknum umræðum samþykkir bæjarstjórn samhljóða að vísa tillögunni til fræðslunefndar.
2. 1909116 - Tillaga UNGSÁ um að bæta tungumálakennslu tvítyngra barna
Ungmennaráð Árborgar leggur til að bæta tungumálakennslu tvítyngra barna.
Jakob Heimir Burgel Ingvarsson lagði fram eftirfarandi tillögu frá ungmennaráði:

Ungmennaráð Árborgar leggur til að bæta tungumálkennslu tvítyngra barna.

- Leggja mikla áherslu að öll börn fái tækifæri til að læra sitt móðurmál/sitt annað tungumál.
- Gefa tækifæri á að sleppa þriðja tungumálinu sem er danska til að leggja áherslu á sitt móðurmál.
- Góð kunnátta í móðurmáli styrki læsi almennt í námi.

Að loknum umræðum samþykkir bæjarstjórn samhljóða að vísa tillögunni til fræðslunefndar.
3. 1909117 - Tillaga frá UNGSÁ um að aukin áhersla verði lögð á verk - og iðnmenntun
Ungmennaráð Árborgar leggur til að aukin áhersla verð lögð á verk- og iðnmenntun.
Sindri Snær Bjarnason lagði fram eftirfarandi tillögu frá ungmennaráði:

Ungmennaráð Árborgar leggur til að aukin áhersla verð lögð á verk og iðnmenntun.
- Á síðustu áratugum að fækkun hefur verið á nemum í iðngreinum landsins. Með því að efla verk- og iðnmenntun í grunnskólum, eykst áhugi nemenda á verk og iðngreinum og getur hjálpað þeim sem finna sig ekki í bóklegu námi.
- Brottfall drengja úr framhaldsnámi er orðið mikið vandamál. Því hefur verið haldið fram að meiri áhersla á verk- og iðnmenntun í grunnskóli vinni gegn brottfalli drengja úr námi.
- Það er mikil þörf á atvinnumarkaði fyrir ungt fólk með verk- og iðnmenntun.

Að loknum umræðum samþykkir bæjarstjórn samhljóða að vísa tillögunni til fræðslunefndar.
4. 1909118 - Tillaga frá UNGSÁ um sundtíma í grunnskólum
Ungmennaráð Árborgar leggur til að sundtímar í grunnskólum verði tvöfaldar kennslustundir.
Ólafía Ósk Svanbergsdóttir lagði fram eftirfarandi tillögu frá ungmennaráði:

Ungmennaráð Árborgar leggur til að sundtímar í grunnskólum verði tvöfaldar kennslustundir.
- Hingað til hafa margir nemendur, þá sérstaklega úr Sunnulækjarskóla og BES, misst dýrmætan tíma úr námi vegna rútuferða til og frá skólasundi. Dæmi er úr Sunnulækjarskóla um nemendur sem þurftu að fara 5 mínútum fyrr úr tíma fyrir sund og mættu síðan hálftíma of seint í tímann eftir það. Þetta gera allt að 35 mínútur á viku.
- Með tvöföldun tímanna verða þeir markvissari og skila þar með betri árangri. Til að láta þetta ganga upp í stundatöflu þá geta lífsleiknitímar verið tvöfaldir á móti. Annað hvort sem aðra hverja viku á móti sundtímunum eða aðra hverja önn.
- Samkvæmt kennurum sem kenndu fagið sem var eftir sundtíma í Sunnulækjarskóla fengu stelpur töluvert hærri einkunnir í því fagi. Þessi munur sást ekki í öðrum fögum.

Að loknum umræðum samþykkir bæjarstjórn samhljóða að vísa tillögunni til fræðslunefndar.
5. 1909119 - Tillaga frá UNGSÁ um lífsleiknitíma á unglingastigi í grunnskólum
Ungmennaráð Árborgar leggur til að lífsleiknitímar á unglingastigi í grunnskólum verði lengri, markvissari og betur nýttir.
Ásrún Aldís Hreinsdóttir lagði fram eftirfarandi tillögu frá ungmennaráði:

Ungmennaráð Árborgar leggur til að lífsleiknitímar á unglingastigi í grunnskólum verði lengri, markvissari og betur nýttir.
- Hingað til hafa lífsleiknitímar á unglingastigi ekki verið nýttir nógu vel. Okkur í Ungmennaráðinu finnst það synd, því þessir tímar eiga að vera undirbúningur fyrir lífið. Þessi tillaga er nú flutt í fjórða sinn því að það er ekki upplifun fulltrúanna í ungmennaráðinu að grunnskólarnir hér í sveitarfélaginu séu að leggja áherslu á þessa námsgrein.
- Við leggjum til að gerð verði kennsluáætlun fyrir lífsleiknitímana þar sem sérstakt efni væri tekið fyrir í hverjum mánuði, með fræðslu í upphafi og verkefnavinnu og umræðum í kjölfarið.
- Einnig leggjum við til að lífsleiknitímar verði tvöfaldaðir því það munar um leið svo miklu þegar hægt er að ná fram lengri umræðum eftir kynningar eða fræðslu.
- Dæmi um fræðslu: Réttindi ungs fólks á vinnumarkaði, fræðsla um umhverfismál, fjármálalæsi, skyndihjálp, kynfræðsla og fl.
- Sífellt er verið að brjóta á ungu fólki sem þekkir hvorki réttindi sín né vinnumarkaðinn nógu vel. Þetta mætti auðveldlega bæta með markvissri fræðslu og verkefnum með. Stéttarfélögin hafa síðustu ár verið með kynningu og við teljum það mjög gott. Þó má bæta smá við þetta með verkefnum.
- Í fjármálalæsi má kenna gerð skattaskýrslna, læsi launaseðla, skilning á sköttum, lífeyrirssjóðum, tekjum, gjöldum o.s.frv. Strax við fermingu eignast meirihluti barna mjög mikið af peningum en kunna ekki einu sinni að leggja hann inn í banka.
- Það er fullt af ungu fólki sem kunna ekki skyndihjálp því það er svo lítið um fræðslu. Það er að sjálfsögðu ekki gott þegar á reynir. Hægt væri að fara í samstarf við björgunarsveitina, rauðakrossinn.
- Það er nokkuð augljóst hvers vegna kynfræðsla er mikilvæg. Ungt fólk hefur oft margar spurningar en veit ekki hvert á að snúa sér með þær. Það er mjög gott að eiga stundum tíma sem gerður er fyrir slíkar spurningar. Einnig má reyna að fá allavega einu sinni á grunnskólagöngunni karlkyns kennara til þess að kenna strákum kynfræðslu.
- Fræðsla um umhverfismál, loftlagsmál, flokkun sorps og tilheyrandi. Vantar tilfinnanlega öflugri fræðslu um þessi mál í grunnskóla en ungmennaráðið fagnar fjölbreyttum verkefnum sem hafa verið keyrð í leikskólum.

Að loknum umræðum samþykkir bæjarstjórn samhljóða að vísa tillögunni til fræðslunefndar.
6. 1909121 - Tillaga UNGSÁ um heimavist við FSu
Ungmennaráð Árborgar óskar eftir því að bæjarstjórn beiti sér fyrir því að heimavist verði komið upp að nýju við FSu.
Jakob Heimir Burgel Ingvarsson lagði fram eftirfarandi tillögu frá ungmennaráði:

Ungmennaráð Árborgar óskar eftir því að bæjarstjórn beiti sér fyrir því að heimavist verði komið upp að nýju við FSu.
- Það er ólíðandi að ekki sé heimavist til staðar við Fjölbrautarskóla Suðurlands. Leiguverð hefur hækkað mikið á síðustu misserum og því er ekki jafnræði á meðal ungs fólks í landshlutanum varðandi nám við skólann. Sem dæmi er vitað um ungmenni séu að keyra yfir 80 km á hverjum morgni til að mæta í skólann. Ferðakostnaður hefur einnig hækkað mikið á þessu tímabili. Þetta er stærsti framhaldsskólinn á svæðinu og sá öflugasti sem býður uppá iðnám. Þrátt fyrir þessa staðreynd er FSu eini skólinn á svæðinu sem hefur ekki heimavist við skólann. Sveitarfélagið Árborg getur stutt við þessa hugmynd með aðgerðum svo sem að gefa lóð undir fasteignina.

Að loknum umræðum samþykkir bæjarstjórn samhljóða að vísa tillögunni til bæjarráðs.
7. 1909122 - Tillaga UNGSÁ um leiksvæði og leiktæki við grunnskóla sveitarfélagsins
Ungmennaráð Árborgar leggur til að leiksvæði og leiktæki við grunnskólana verði bætt.
Ísabella Rán Bjarnadóttir lagði fram eftirfarandi tillögu frá ungmennaráði:

Ungmennaráð Árborgar leggur til að leiksvæði og leiktæki við grunnskólana verði efld.

- Mikil fjölgun hefur verið á nemendum við grunnskólana í sveitarfélaginu, sérstaklega hér á Selfossi. Þrátt fyrir stækkun á leiksvæðum við grunnskólana tvo á Selfossi þá hefur fjölgunin verið slík undanfarin ár að það vantar talsvert upp á að leiksvæðin anni fjölda nemendum í frímínútum.
- Leiktæki hafa ekki verið í samræmi við fjölgun nemenda. Ljóst er það að elsti meðlimur ungmennaráðs man eftir að hafa leikið sér í stórum hluta þessa leiktækja sem barn við sinn grunnskóla en þessi aðili er kominn vel á þrítugsaldurinn.
- Lóðin við grunnskólann á Eyrarbakka er alls ekki boðleg við íslenskan grunnskóla á 21stu öldinni og má hreinlega halda því fram að hún sé hættuleg.

Að loknum umræðum samþykkir bæjarstjórn samhljóða að vísa tillögunni til eigna- og veitunefndar.
8. 1909123 - Tillaga frá UNGSÁ um samning við ríkið um uppbyggingu á menningarsalnum
Ungmennaráð Árborgar leggur til að samningar við ríkið um uppbyggingu á menningarsalnum verði kláraður.
Kristín Ósk Guðmundsdóttir lagði fram eftirfarandi tillögu frá ungmennaráði:

Ungmennaráð Árborgar leggur til að samningar við ríkið um uppbyggingu á menningarsalnum verði kláruð.
- Ungmennaráðið telur það vera hrein nauðsyn að sveitarfélagið geri samning við ríkið um að endurbyggja Menningarsalinn, sem er í Hótel Selfoss. Nú er stór og flottur salur sem hefur mörg not, legið ónothæfur í fjölda ára. Þessvegna þarf að hefja viðræður við ríkið um að vinna með sveitarfélaginu í að laga þennan sal. Því það er synd og skömm að Árborg hafi ekki almennilegan stað fyrir tónleikahald.
- Með því að klára menningarsalinn er hægt að halda stóra tónleika m.a. getur Sinfóníuhljómsveit Íslands verið með tónleika þegar hún fer hringinn í kringum landið. Leikfélag Selfoss getur haft aðstöðu þar. FSu og ML geta sett upp skólaleikrit. Stórir fyrirlestrar ráðstefnur geta verið haldnar.

Að loknum umræðum samþykkir bæjarstjórn samhljóða að vísa tillögunni til bæjarráðs.

9. 1909124 - Tillaga UNGSÁ um fjölgun á leikvöllum í sveitarfélaginu
Ungmennaráð Árborgar leggur til að fjölgað verði leikvöllum í sveitarfélaginu og eldri leikvellir betrumbættir.
Ísabella Rán Bjarnadóttir lagði fram eftirfarandi tillögu frá ungmennaráði:

Ungmennaráð Árborgar leggur til að fjölgað verði leikvöllum í sveitarfélaginu og eldri leikvellir betrumbættir.
- Helst þarf að bæta við völlum á fleiri stöðum, t.d. þar sem ný hverfi eru í uppbyggingu
- Þó að vissir leikvellir hafi verið uppfærðir þá vantar enn upp á að bæta við nýjum leiktækjum, mála og gera við gömul og gera snyrtilegt þar á eldri leikvöllum sveitarfélagsins

Að loknum umræðum samþykkir bæjarstjórn samhljóða að vísa tillögunni til eigna- og veitunefndar.


10. 1909125 - Tillaga UNGSÁ um samgöngumál
Ungmennaráð Árborgar leggur til að sveitarfélagið leggi áherslu á samgöngumál á næstu misserum.
Ásrún Aldís Hreinsdóttir lagði fram eftirfarandi tillögu frá ungmennaráði:

Ungmennaráð Árborgar leggur til að sveitarfélagið leggi áherslu á samgöngumál á næstu misserum.
- Fjölga ferðum strætó innan sveitarfélagins og út í nágrannasveitarfélögin eins og Hveragerði og Þorlákshöfn. Þetta er sérstaklega mikilvægt fyrir ungt fólk sem er að sækja frístundastarf í nágrannasveitarfélögin
- Leggja mikla áherslu á að gera við götur og ljótar gangstéttir en mikið er um brotna kanta á gangstéttum svo sem við Fossheiði og Engjaveg. Einnig er ljótt svæði við Krambúðina
- Leggja áherslu á að sveitarfélagið verði í fararbroddi á landsvísu varðandi bæði gangandi og hjólandi umferð. Svo sem með að leggja áherslu á að gangbrautir og hjólaleiðir séu í forgangi við snjómokstur og aðgerðir í hálkuvörnum.

Að loknum umræðum samþykkir bæjarstjórn samhljóða að vísa tillögunni til eigna- og veitunefndar.
11. 1909126 - Tillaga frá UNGSÁ um flokkunarmál og fjölgun á ruslatunnum á opnum svæðum
Ungmennaráð Árborgar leggur til að ruslatunnum verði fjölgað á opnum svæðum í sveitarfélaginu og flokkunarmál verði tekin föstum tökum í sveitarfélaginu.
Egill Hermannsson lagði fram eftirfarandi tillögu frá ungmennaráði:

Ungmennaráð Árborgar leggur til að ruslatunnum verði fjölgað á opnum svæðum í sveitarfélaginu og flokkunarmál verði tekin föstum tökum í sveitarfélaginu.

- Fjölga ruslatunnum á ýmsum svæðum svo sem í kringum hótelið, syndibitastaði, matvöruverslanir, veitingastaði og leiksvæðum.
- Lífrænir sorpgámar við stofnanir sveitarfélagsins og þrýsta á að fyrirtæki nýti slíka gáma/tunnur
- Héðan í frá verði keyptir flokkunarbarir á ljósastaura í sveitarfélaginu til að auðvelda flokkun.

Að loknum umræðum samþykkir bæjarstjórn samhljóða að vísa tillögunni til umhverfisnefndar.
12. 1909127 - Tillaga frá UNGSÁ um fleiri rafhleðslustöðvar
Ungmennaráð Árborgar leggur til að fleiri rafhleðslustöðvum verði komið upp innan sveitarfélagsins.
Emilía Sól Guðmundsdóttir lagði fram eftirfarandi tillögu frá ungmennaráði:

Ungmennaráð Árborgar leggur til að fleiri rafhleðslustöðvum verði komið upp innan sveitarfélagsins.

- Ungmennaráðið leggur til að fleiri rafhleðslustöðvum verði komið upp í sveitarfélaginu. Byrja má með stofnunum sveitarfélagagsins svo sem grunnskólunum en þeir eru góðir staðir fyrir nýjar rafhleðslustöðvar, þar sem þeir eru meðal fjölmennustu vinnustöðum sveitarfélagins. Vegna aukningu á rafmagnsbílum hjá fólki þá þarf að bjóða uppá stæði fyrir starfsmenn og íbúa sem sækja þjónustu við skólann.

Að loknum umræðum samþykkir bæjarstjórn samhljóða að vísa tillögunni til eigna- og veitunefndar.
13. 1909128 - Tillaga frá UNGSÁ um skógræktardag í grunnskólum Árborgar
Ungmennaráð Árborgar leggur til að haldinn verði skógræktardagur grunnskóla Árborgar.
Egill Hermannsson lagði fram eftirfarandi tillögu frá ungmennaráði:

Ungmennaráð Árborgar leggur til að haldinn verði skógræktardagur grunnskóla Árborgar.
- Skógræktardagur í grunn- og leikskólum sveitarfélagsins að vori.
- Nemendur og starfsmenn planta trjám í samstarfi við skógræktina og stefnt er á að 500.000 tré verði gróðursett á hverju ári en það kolefnisjafnar þá fjölgun sem hefur verið árlega síðustu ár hér í sveitarfélaginu.
- Haldin fræðsla um skógrægt og umhverfismál í tengslum við daginn.
- Öflug vitundarvakning fyrir samfélagið.

Að loknum umræðum samþykkir bæjarstjórn samhljóða að vísa tillögunni til umhverfisnefndar og fræðslunefndar.
14. 1908137 - Jafnréttisáætlun Sveitarfélagsins Árborgar 2019-2023
Á 9. fundi félagsmálanefndar frá 10. september var jafnréttisáætlun Sveitarfélagsins Árborgar 2019-2023 samþykkt. Lagt er til við bæjarstjórn að samþykkja áætlunina.
Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
15. 1906012 - Kosning í embætti og nefndir 2019
Leiðrétting á bókun frá 14. fundi bæjarstjórnar. Lagt er til að Sandra Dís Hafþórsdóttir verði varamaður D-lista í skipulags- og byggingarnefnd í stað Ragnheiðar Guðmundsdóttur, en ekki Þórhildar Ingvadóttur.
Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
16. 1906012 - Kosning í embætti og nefndir 2019
Kosning aðal- og varafulltrúa á aðalfund SASS og HES.
Fulltrúum Árborgar fjölgar nú úr 11 í 12 vegna íbúafjölgunar. Tólfti fulltrúinn fellur í skaut S-lista skv. d´Hondts reglu.

Lagt er til að Klara Öfjörð Sigfúsdóttir, S-lista verði aðalmaður og til vara Sigurður Andrés Þorvarðarson, S-lista. Þá er lagt til að Hjalti Tómasson, S-lista verði varamaður í stað Klöru Öfjörð Sigfúsdóttur þar sem hún er orðin aðalmaður.

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
17. 1810115 - Tillaga um endurskoðun aðalskipulags Árborgar 2010-2030
Tillaga skipulags- og byggingarnefndar um að skipað verði í starfshóp vegna endurskoðunar á aðaskipulagi Árborgar.

Lagt er til að hópurinn verði skipaður Sigurjóni Vídalín Guðmundssyni, Á-lista, Sigurði Andrési Þorvarðarsyni, S-lista og Ara Birni Thorarensen, D-lista.
Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
18. 1906013 - Deiliskipulagsbreyting - Austurbyggð
Tillaga frá 27. fundi skipulags- og byggingarnefndar, frá 28. ágúst sl., liður 13. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagsbreytingin verði samþykkt að teknu tilliti til athugasemda og umsagna sem bárust.
Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
19. 1906177 - Byggingarleyfisumsókn - Hraunhella 14
Tillaga frá 27. fundi skipulags- og byggingarnefndar frá 28. ágúst sl., liður 2. Lagt er til við bæjarstjórn að skipulagsbreytingin verði samþykkt.
Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
20. 1905087 - Umsagnarbeiðni vegna byggingaráforma - Bankavegur 8
Tillaga frá 27. fundi skipulags- og byggingarnefndar frá 28. ágúst sl., liður 3. Erindið var grenndarkynnt og málsaðilar skiluðu undirrituðu samkomulagi. Lagt er til við bæjarstjórn að skipulagsbreytingin verði samþykkt.
Gunnar Egilsson, D-lista, Sigurjón V. Guðmundsson, Á-lista og Kjartan Björnsson, D-lista tóku til máls.

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
21. 1907018 - Ósk um umbætur í hesthúsahverfi
Tillaga frá 27. fundi skipulags- og byggingarnefndar frá 28. ágúst sl., liður 6.
- liður 4 í erindi frá Hestamannafélaginu Sleipni. Lagt er til við bæjarstjórn að hafin verði vinna við gerð deiliskipulags fyrir hesthúsahverfið á Selfossi. - liður 5 í erindi frá Hestamannafélaginu Sleipni. Nefndið leggur til að erindinu verði vísað til starfshóps um endurskoðun aðalskipulags.

Tillögurnar voru bornar undir atkvæði og samþykktar samhljóða.
22. 1907111 - Stækkun á byggingarreit - Hellubakki 11
Tillaga frá 28. fundi skipulags- og byggingarnefndar frá 11. september sl., liður 3. Lagt er til við bæjarstjórn að skipulagsbreytingin verði samþykkt.
Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
23. 1909112 - Fyrirspurn frá bæjarfulltrúa D-lista - framkvæmdaleyfi
Undirrituð óskar eftir að lagðar verði fram upplýsingar í bæjarstjórn þann 18.september 2019 vegna ummæla formanns Eigna og veitunefndar á fundi bæjarstjórnar 21.ágúst sl. Undir 42. fundargerð bæjarráðs lið 7. 1907060 - Umsókn um framkvæmdarleyfi fyrir lausar kennslustofur - Sólvellir 6
Brynhildur Jónsdóttir, bæjarfulltrúi D-lista.

Tómas Ellert Tómasson, M-lista tóka til máls og lagði fram eftirfarandi bókun:
Dæmi um framkvæmda- eða byggingarleyfi sem ekki hefur borist tímanlega frá sveitarfélaginu er viðbygging við Sundhöll Selfoss sem hafin var bygging á vorið 2014. Þar kemur fram í fyrstu verkfundargerð þess verks dagsettri 13. maí 2014 að búið sé að grafa að mestu fyrir húsinu. Byggingarleyfi fyrir mannvirkið er þó ekki samþykkt af Skipulags- og byggingarnefnd fyrr en 8. ágúst 2014 eða um þremur mánuðum eftir að framkvæmdir hófust.
Gatnagerð í Hagalandi, tilboð í verkið var samþykkt í mars 2018 af framkvæmda- og veitustjórn en engin umsókn frá sveitarfélaginu eða staðfest framkvæmdaleyfi er að finna um það verk, þó því verki sé nú lokið.
Framkvæmdir vegna lausra kennslustofa við Álfheima nú í sumar hófust áður en Skipulags- og byggingarnefnd barst umsókn um framkvæmdarleyfi.

Brynhildur Jónsdóttir, D-lista, Eggert Valur Guðmundsson, S-lista og Gunnar Egilsson, D-lista tóku til máls.
24. 1902222 - Viðauki við fjárhagsáætlun 2019 nr. 7
Í ljósi þess að mál þetta komst ekki fyrir bæjarráð áður en bæjarstjórnarfundur er haldinn er lagt til að viðauki nr. 7 við fjárhagsáætlun 2019 verði tekinn fyrir í bæjarstjórn.

Lagt er fram minnisblað frá Gunnari Eysteini Sigurbjörnssyni, frístunda- og forvarnafulltrúa vegna fjölgunar stuðningsfulltrúa í frístundaheimilum í sveitarfélaginu. Breytingar í starfsemi frístundaheimilanna og fjölgun íbúa hefur þau jákvæðu áhrif að fleiri börn nýta sér þjónustu frístundaheimilanna. Hluti þeirra barna þarf sértæka aðstoð og er óskað eftir viðbótar stöðugildum til að mæta þeirri þörf. Íþrótta- og menningarnefnd leggur til við bæjarráð að erindið verði samþykkt og gerður viðauki fyrir þeim kostnaði sem af því hlýst.

Lagt er til við bæjarstjórn að samþykkja viðauka nr. 7 við fjárhagsáætlun 2019.

Tillagan voru borin undir atkvæði og samþykkt með 5 atkvæðum og 4 bæjarfulltrúar D-lista sátu hjá.
Fundargerðir
25. 1908009F - Bæjarráð - 44
44. fundur haldinn 22. ágúst.
26. 1908007F - Félagsmálanefnd - 8
8. fundur haldinn 20. ágúst.
27. 1908013F - Bæjarráð - 45
45. fundur haldinn 29. ágúst.
Gunnar Egilsson, D-lista tók til máls undir lið 9, fyrirspurn frá bæjarfulltrúa D-lista - upplýsingar um minnisblöð og verðkönnun vegna leikskóla í Engjalandi og lagði fram eftirfarandi bókun:
Í bókun bæjarfulltrúa meirihlutans á 45. fundi bæjarráðs vegna fyrirspurnar minnar er látið að því liggja að bæjarfulltrúar meirilutans séu í höndum starfsmanna sveitarfélagsins sem viljalaus verkfæri sem ekkert viti og ekkert geri. Virðist bókunin byggja á misskilningi um það hverra það er að taka ákvarðanir um rekstur og framkvæmdir sveitarfélagsins.
Þá virðis skv. bókuninni að skilningur bæjarfulltrúa meirihlutans á lögbundnum hæfisreglum innan stjórnsýslunnar sé nokkuð sérstakur. Skýrt er að fulltrúi sem veit um ástæður sem valda vanhæfi hans á að vekja athygli á því sjálfur og ennþá skýrara er að hjúskapur milli aðila veldur vanhæfi, algerlega óháð því hversu faglega færir aðilar eru.
Loks er í bókuninni komið fram með afar hæpna túlkun á höfundarréttarreglum þar sem því er haldið fram að hönnun leikskólabyggingar og leikskólalóðar sé svo samofin að verkið í heild teljist höfundarréttarvarið.
Að halda því fram að ábending undirritaðs um vanhæfi bæjarfulltrúans Örnu Írar hafi verið lágkúrulegt pólitískt áróðursbragð er algerlega fáránlegt. Hæfisreglurnar eru ófrávíkjanlegar og verður að gera þá kröfu að bæjarfulltrúar þekki innihald þeirra og fari eftir þeim. Það er ekki boðlegt að koma fram með það í opinberri umræðu að forseti bæjarstjórnar hafi "væntanlega" haldið hitt eða þetta og ekki til þess fallið að auka traust á stjórnsýslu meirihlutans.

Tómas Ellert Tómasson, M-lista og Brynhildur Jónsdóttir, D-lista tóku til máls.
28. 1908010F - Fræðslunefnd - 13
13. fundur haldinn 28. ágúst.
29. 1908011F - Eigna- og veitunefnd - 7
7. fundur haldinn 28. ágúst.
Kjartan Björnsson, D-lista og Tómas Ellert Tómasson, M-lista tóku til máls undir lið 8, um Menningarsal Suðurlands.

Tómas Ellert Tómasson, M-lista tók til máls undir lið 2, Gatnagerð í landi Bjarkar 1. áfangi.

Tómas Ellert Tómasson, M-lista tók til máls undir lið 6, um ærslabelg á Selfossi.

Tómas Ellert Tómasson, M-lista tók til máls undir lið 10, verkstæði og geymsluhúsnæði.

Tómas Ellert Tómasson, M-lista tók til máls undir lið 11, bygging leikskóla við Engjaland 21.

Tómas Ellert Tómasson, M-lista tók til máls undir lið 12, fjölnota íþróttahús á Selfossvelli.
30. 1908014F - Umhverfisnefnd - 4
4. fundur haldimm 29. ágúst.
31. 1908008F - Skipulags og byggingarnefnd - 27
27. fundur haldinn 28. ágúst.
32. 1909001F - Bæjarráð - 46
46. fundur haldinn 5. september.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:00 

Til bakaPrenta