Til bakaPrenta
Bæjarráð - 53

Haldinn í Setri Egils, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi,
14.11.2019 og hófst hann kl. 17:00
Fundinn sátu: Eggert Valur Guðmundsson formaður, S-lista,
Tómas Ellert Tómasson bæjarfulltrúi, M-lista,
Gunnar Egilsson bæjarfulltrúi, D-lista,
Helga María Pálsdóttir bæjarritari.
Fundargerð ritaði: Helga María Pálsdóttir, bæjarritari


Dagskrá: 
Almenn erindi
1. 1911051 - Umsögn - frumvarp til laga um ávana- og fíkniefni, neyslurými
Beiðni velferðarnefndar Alþingis, dags. 6. nóvember, þar sem óskað er eftir umsögn um frumvarp til laga um ávana- og fíkniefni, mál 328.
Lagt fram til kynningar.
2. 1911122 - Umsögn - frumvarp til laga um þjóðlendur og ákvörðun marka eignarlanda, þjóðlendna og afrétta, leyfisveitingar, málsmeðferð og endurupptaka
Erindi frá allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis, dags. 11. nóvember, þar sem óskað er eftir umsögn um frumvarp til laga um þjóðlendur og ákvörðun marka eignarlanda, þjóðlendna og afrétta (leyfisveitingar, málsmeðferð, endurupptaka o.fl.) mál 317.
Lagt fram til kynningar.
3. 1911027 - Styrkbeiðni - verkefni til að virkja heyrnarlaust fólk á vinnumarkaði
Beiðni frá Félagi heyrnarlausra, dags. 24. október, þar sem óskað er eftir styrk fyrir félagið.
Bæjarráð sér sér ekki fært að verða við styrkbeiðninni að þessu sinni.
Styrkbeiðni.pdf
4. 1911044 - Breyting á póstnúmerum
Upplýsingar um breytingar á póstnúmerum frá Þjóðskrá Íslands, dags. 6. nóvember.
( https://www.postur.is/um-postinn/upplysingar/frettir/nytt-postnumer-i-reykjavik/ ).

Lagt fram til kynningar.
5. 1911047 - Fyrirspurn - afnot af kartöflugeymslunni að Jórutúni 16
Fyrirspurn frá Kögunarhóli ehf þar sem óskað er eftir upplýsingum og eða viðræðum um breytta nýtingu á Kartöflugeymslunni við Jórutún 16.
Í gildi er húsaleigusamningur um kartöflugeymsluna milli Svf. Árborgar og félagsins Kartöflugeymslan á Selfossi og engar viðræður hafa farið fram milli samningsaðila um breytingar á því. Erindinu er því hafnað.
Bréf til Sv. Árborg um kartöflugeymslu.pdf
6. 1903073 - Svæðisskipulag Suðurhálendisins
Erindi frá SASS. Minnisblað Eflu um svæðisskipulag Suðurlands - forathugun.
Bæjarstjóri og forseti bæjarstjórnar fóru og hittu fulltrúa sveitarfélaga í Skeiða- og Gnúpverjahreppi og Flóahreppi. Bæjarstjóri mun upplýsa um umræður á fundinum.

Áður frestað á 49. fundi.

Bæjarstjóri upplýsti um fundinn. Bæjarstjóra er falið að svara erindi SASS.
7. 1911042 - Trúnaðarmál
Afgreiðsla málsins var skráð í trúnaðármálabók.
Fundargerðir
8. 1910015F - Umhverfisnefnd - 6
6. fundur haldinn 6. nóvember.
8.6. 1902028 - Sorphirða í Árborg 2019
Umræða um gjaldtöku á brúnni tunnu.
Umhverfisnefnd leggur til að hafin verði gjaldtaka fyrir brúna tunnu og gjaldið verði það sama og fyrir bláa tunnu, þ.e. 13.200 kr.

Niðurstaða þessa fundar
Innleiðing brúnu tunnunnar er lokið og hafa íbúar fengið hana endurgjaldslaust fram að þessu. Bæjarráð samþykkir því að hafin verði gjaldtaka fyrir hverja nýja, brúna, tunnu sem pöntuð er frá og með 15. nóvember 2019. Gjaldtaka þessi hefur ekki áhrif á álagningarhlutfall sorphirðugjalda.
9. 1910016F - Skipulags og byggingarnefnd - 32
32. fundur haldinn 6. nóvember.
9.3. 1909108 - Umsókn um byggingarleyfi fyrir viiðbyggingu að Eyrargötu 65 (Merkigili) Eyrarbakka, erindið hefur verið grenndarkynnt og engar athugasemdir borist.
Umsækjendur: Gísli og Guðmundur Kristjánssynir
Lagt er til við bæjarstjórn að skipulagsbreytingin verði samþykkt.

Niðurstaða þessa fundar
9.4. 1903090 - Fundargerðir hverfisráðs Eyrarbakka 2019
Liður 4 lagður fram til kynningar.
Liður 5, lagt er til við bæjarstjórn að götustígur sem liggur milli húsanna Búðarstígs 6 og Búðarstígs 8 að austurhluta Skúmsstaðahverfis fái heitið Bílastígur.

Niðurstaða þessa fundar
9.5. 1811139 - Tillaga að deiliskipulagi Vöttur, erindið hefur verið auglýst og engar athudasemdir borist.
Lagt er til við bæjarstjórn að skipulagið verði samþykkt.

Niðurstaða þessa fundar
9.6. 1910179 - Aðalskipulagsbreyting Austurbyggð, lögð fram skipulagslýsing til frekari afgreiðslu.
Lagt er til við bæjarstjórn að skiplagslýsingin verði kynnt og auglýst.

Niðurstaða þessa fundar
10. 1911003F - Félagsmálanefnd - 10
10. fundur haldinn 14. nóvember.
10.3. 1911003 - Átak um ofbeldi
Soroptimistar óska eftir aðkomu fjölskyldusviðs vegna átaks um ofbeldi en fyrirhugað er að vera með dagskrá þar sem fjallað er um ofbeldi gegn börnum. Fengnir verða aðilar til halda erindi s.s. lögregla, dómstólar og frá sveitarfélaginu. Stefnt er að súpu eða kaffi fundi á tímabilinu 25. nóv til 10. des. Soroptimistar óska eftir því að sveitarfélagið greiði fyrir sal. Félagsmálanefnd leggur til við bæjarráð að standa straum af leigu á sal.

Niðurstaða þessa fundar
Bæjarráð samþykkir tillögu félagsmálanefndar.
10.6. 1910247 - Styrkbeiðni - rekstur Kvennaathvarfsins árið 2020
Samþykkt að veita 70.000 kr styrk til reksturs Kvennaathvarfsins fyrir rekstrarárið 2020.

Niðurstaða þessa fundar
Bæjarráð samþykkir að veita 70.000 kr. styrk til Kvennaathvarfsins fyrir rekstrarárið 2020.
10.7. 1910248 - Styrkbeiðni - Stígamót 2020
Samþykkt að veita styrk að upphæð 70.000 til Stígamóta fyrir árið 2020.

Niðurstaða þessa fundar
Bæjarráð samþykkir að veita 70.000 kr. styrk til Stígamóta fyrir rekstrarárið 2020.
Fundargerðir til kynningar
11. 1904185 - Fundargerðir hverfisráðs Selfoss
3. fundur haldinn 10. október.
Bæjarráð vísar 1., 2. og 7. lið til Eigna- og veitunefndar og 3. lið til Umhverfisnefndar til umfjöllunar.
3.-Fundur-Hverfisráðs-Selfoss-2019.pdf
12. 1901335 - Fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga 2019
875. fundur haldinn 25. október.
stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga - 875.pdf
13. 1901039 - Fundargerðir stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands 2019
286. fundur haldinn 23. október.
286. stjórnarfundur SOS 23.10.19[1].pdf
14. 1903124 - Fundargerðir Bergrisans bs. 2019
Aðalfundur haldinn 23. október.
Fundargerð Aðalfundar Bergrisans bs. 23.10.2019.pdf

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:50 

Til bakaPrenta