Til bakaPrenta
Eigna- og veitunefnd - 8

Haldinn að Austurvegi 67, Selfossi,
09.09.2019 og hófst hann kl. 17:00
Fundinn sátu: Tómas Ellert Tómasson formaður, M-lista,
Álfheiður Eymarsdóttir nefndarmaður, Á-lista,
Viktor Stefán Pálsson nefndarmaður, S-lista,
Sveinn Ægir Birgisson nefndarmaður, D-lista,
Þórdís Kristinsdóttir nefndarmaður, D-lista,
Atli Marel Vokes sviðsstjóri.
Fundargerð ritaði: Atli Marel Vokes, sviðsstjóri


Dagskrá: 
Almenn afgreiðslumál
1. 1901031 - Bygging leikskóla við Engjaland 21
Kostnaðaráætlun vegna leikskólans við Engjaland lögð fram.
Eigna- og veitunefnd leggur til við bæjarráð að fela sviðsstjóra Mannvirkja- og umhverfissviðs að bjóða verkið út ásamt því að undirrita samninga um hönnun leikskólans.

4. 1909093 - Götulýsing
Sviðsstjóra falið að koma með tillögu að útfærslu götulýsinga með kostnaðaráætlun á gangstétt meðfram sundhöll Selfoss og Vallaskóla við Tryggvagötu.

Eigna- og veitunefnd óskar eftir yfirliti á endurnýjun götulýsingar í Árborg með Led lýsingu.
Erindi til kynningar
2. 1909057 - Kynning á tækjum og búnaði
3. 1909064 - Trjágróður utan lóðarmarka
Sviðsstjóri kynnti verkefnið Trjágróður utan lóðarmarka og hvernig verklagi við það er háttað.
Til að tryggja umferðaröryggi og fyrirbyggja slys er áhersla lögð á eftirfarandi atriði:
1.Umferðarmerki verða að vera sýnileg.
2.Gróður má ekki byrgja götulýsingu.
3.Gangandi og hjólandi þurfa að eiga greiða leið um gangstíga.
4.Þar sem vélsópar og snjóruðningstæki fara um má lágmarkshæð gróðurs yfir stígum ekki vera lægri en 2,8metrar
5.Gróður er neðar en 4,2metrar á akbraut (gildir einnig þar sem sorphirða, slökkvilið og sjúkrabílar þurfa að komast eftir stétt eða stíg)





Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 1800 

Til bakaPrenta