Til bakaPrenta
Fræðslunefnd - 16

Haldinn í Setri Egils, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi,
13.11.2019 og hófst hann kl. 16:30
Fundinn sátu: Arna Ír Gunnarsdóttir formaður, S-lista,
Gunnar Rafn Borgþórsson nefndarmaður, B-lista,
Gunnar Eysteinn Sigurbjörnsson nefndarmaður, Á-lista,
Brynhildur Jónsdóttir nefndarmaður, D-lista,
Þórhildur Dröfn Ingvadóttir nefndarmaður, D-lista,
Guðbjartur Ólason fulltrúi skólastjóra,
Kristrún Hafliðadóttir fulltrúi leikskólastjóra,
Kristín Björnsdóttir fulltrúi kennara,
Sandra Guðmundsdóttir fulltrúi foreldra,
Soffía Guðrún Kjartansdóttir fulltrúi leikskólakennara,
Birna Aðalh. Árdal Birgisdóttir fulltrúi foreldra leikskóla,
Ólafía Ósk Svanbergsdóttir áheyrnarfulltrúi ungmennaráðs,
Þorsteinn Hjartarson sviðsstjóri.
Fundargerð ritaði: Þorsteinn Hjartarson, sviðsstjóri


Dagskrá: 
Almenn afgreiðslumál
2. 1911023 - Stofnun fjölmenningardeildar Vallaskóla
Erindi um stofnun fjölmenningardeildar, dags. 31. október 2019, frá skólastjóra og aðstoðarskólastjóra Vallaskóla.

Fræðslunefnd lýsir yfir ánægju með þessa hugmynd og leggur til við bæjarráð að samþykkja erindið. Skólastjóra er falið að taka saman viðbótarkostnað v/þessa.

3. 1910331 - Starfsáætlun Brimvers/Æskukots 2019-2020
Fræðslunefnd staðfestir áætlunina.
4. 1911052 - Starfsáætlun Sunnulækjarskóla 2019-2020
Fræðslunefnd staðfestir áætlunina.
5. 1911054 - Starfsmannahandbók Sunnulækjarskóla 2019-2020
Fræðslunefnd staðfestir handbókina.
6. 1909235 - Umsögn - frumvarp til laga um breytingu á lögum um grunnskóla, nr. 91/2008, með síðari breytingum (framlög til sjálfstætt rekinna grunnskóla)
Lagt fram.
Erindi til kynningar
1. 1911006 - Útboð á akstri fyrir Sveitarfélagið Árborg
Svanhildur Jónsdóttir, frá VSÓ Ráðgjöf, fór yfir drög að útboði fyrir sveitarfélagið á akstri fyrir grunnskóla, frístundir, eldri borgara og einstaklinga með fötlun.
7. 1909119 - Tillaga frá UNGSÁ um lífsleiknitíma á unglingastigi í grunnskólum
Á 15. fundi fræðslunefndar, sem var haldinn 9. október sl., var samþykkt að fá nánari upplýsingar frá grunnskólum um áherslur þeirra í lífsleikni sem er hluti af samfélagsfræði í aðalnámskrá grunnskóla. Eftirfarandi upplýsingar hafa borist:

1) Lífsleiknikennsla á unglingastigi Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri.
2) Sunnulækjarskóli. Lífsleikni 2019-2020.
3) Vallaskóli. Svör við fyrirspurnum UNGSÁ til fræðslunefndar Árborgar.

Fræðslunefnd þakkar fyrir greinargóðar upplýsingar og hvetur til aukins samstarfs milli skólanna um þessa kennslu.
8. 1903012 - Skólaráð Sunnulækjarskóla
Til kynningar. 44. fundur, haldinn 6. nóvember 2019.
9. 1902254 - Foreldraráð Brimvers/Æskukots
Fundargerð frá 25. október 2019 til kynningar.
10. 1910251 - Samstarf stjórnenda deilda og skóla á fjölskyldusviði
Fundargerð frá 22. október 2019 til kynningar.
11. 1901094 - Samráð skólastjóra og fræðslustjóra 2019
Fundargerð frá 31. október 2019 til kynningar.
12. 1902265 - Samstarfsfundur skólastjórnenda grunnskóla, FSu og fræðslustjóra
Fundargerð frá 5. nóvember 2019 til kynningar.
13. 1901093 - Fundargerðir leikskólastjóra o.fl. 2019
Fundargerð frá 5. nóvember 2019 til kynningar.
14. 1911083 - Fræðsluteymi leikskóla í Árborg
Fundargerð frá 10. október 2019 til kynningar.
15. 1901031 - Bygging leikskóla við Engjaland 21
Fundargerð (11) frá 29. október 2019 til kynningar.
16. 1708133 - Undirbúningur að byggingu skóla í Björkurstykki
Fundargerð (17) frá 28. október 2019 til kynningar.
17. 1706283 - Ný markmið og viðmið um gæði starfs frístundaheimila fyrir 6-9 ára börn
Til kynningar. Bréf frá formanni stýrihóps um markmið og viðmið um starf frístundaheimila frá 28. október 2019.
18. 1911024 - Íslensku menntaverðlaunin
Til kynningar. Tölvupóstur frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dags. 5. nóvember 2019. Guðni Th. Jóhannesson forseti, og Lilja Alfreðsdóttir hafa í samvinnu við aðila menntakerfisins og ráðuneyti sveitarstjórnarmála bundist samtökum um að veita Íslensku menntaverðlaunin að nýju.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl.  

Til bakaPrenta