Til bakaPrenta
Íþrótta- og menningarnefnd - 10

Haldinn í Norðursal, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi,
13.05.2019 og hófst hann kl. 16:45
Fundinn sátu: Guðbjörg Jónsdóttir formaður, B-lista,
Guðmundur Kristinn Jónsson nefndarmaður, M-lista,
Jóna Sólveig Elínardóttir nefndarmaður, Á-lista,
Kjartan Björnsson nefndarmaður, D-lista,
Karolina Zoch nefndarmaður, D-lista,
Bragi Bjarnason menningar- og frístundafulltrúi.
Fundargerð ritaði: Bragi Bjarnason, deildastjóri menningar- og frístundadeildar
Emilía Sól Guðmundsdóttir, fulltrúi ungmennaráðs boðaði forföll.

Bragi Bjarnason ritaði fundagerð


Dagskrá: 
Almenn afgreiðslumál
1. 1902056 - Vor í Árborg 2019
Farið yfir framkvæmd hátíðarinnar Vor í Árborg sem var haldin í apríl sl. Fram kom að hátiðin hefði gengið í heildina vel og gestafjöldi með besta móti á flestum hátíðarstöðum. Ágætisveður var alla helgina sem hefur líklega hvatt íbúa og gesti enn frekar til að fara á milli staða. Lögð voru fram drög að uppgjöri fyrir hátíðina en endanlegt uppgjör ætti að liggja fyrir undir lok mánaðarins. Nefndin vill koma á framfæri þökkum til allar þeirra aðila sem komu að hátíðinni með einum eða öðrum hætti. Þetta er hátíð íbúanna og framlag þeirra er mjög mikilvægt og gerir hátíðina að því sem hún er í dag. Samþykkt samhljóða
2. 1905135 - Málefni frístundaheimila Árborgar
Gunnar Eysteinn Sigurbjörnsson, tómstunda- og forvarnarfulltrúi kom inn á fundinn og ræddi um málefni frístundaheimila í Sveitarfélaginu Árborg. Gunnar fór yfir þær breytingar sem hafa orðið í frístundamálum í sveitarfélaginu í framhaldi af þeim skipulagsbreytingum sem samþykktar voru í bæjarstjórn fyrr í vor. Nú eru frístundaheimili sveitarfélagsins komin undir menningar- og frístundadeild og er lagt upp með að styrkja starfsemina enn frekar á næstu misserum. Núna í vor var byrjað með listasmiðjur og næsta haust er lagt upp með að fleiri nýir þættir komi inn í starfið ásamt reglulegu gæðamati á starfinu. Nefndin þakkar Gunnari kærlega fyrir upplýsingarnar.
3. 1903295 - íþrótta- og frístundastefna Árborgar
Farið yfir stöðu mála og kom fram að starfsmaður nefndarinnar væri að vinna úr gögnum frá vinnufundi í apríl. Nefndin vill þakka þeim aðilum sem komu á vinnufundin fyrir þeirra framlag en umræður á fundinum voru mjög góðar. Starfsmaður nefndarinnar mun senda úrvinnslu af vinnufundi á nefndarmenn fyrir næsta fund. Samþykkt samhljóða
4. 1904115 - Ályktun stjórnar Selfoss körfu vegna anddyri í íþh. Vallaskóla
Lögð fram ályktun stjórnar Körfuknattleiksfélags Selfoss um að Sveitarfélagið Árborg setji á dagskrá að byggja við anddyri íþróttahúss Vallaskóla. Fram kom í ályktuninni að þessi hugmynd væri búin að koma upp áður í gegnum tíðina og vill félagið hvetja sveitarfélagið að setja hana aftur á dagskrá til að bæta aðstöðu starfsmanna, skóla og félagasamtaka sem nýta íþróttahúsið. Nefndin leggur til að starfshópur um uppbyggingu íþróttamannvirkja taki þessa tillögu inn á borð til sín en einnig að skoðað verði hvort hægt sé að nýta núverandi anddyri í Vallaskóla betur fyrir bæði grunnskólann og íþróttahúsið til að mæta þessum þörfum. Samþykkt samhljóða.
5. 1905139 - Unglingalandsmót UMFÍ á Selfossi 2020
Drög að samningi um Unglingalandsmót UMFÍ sem haldið verður á Selfossi árið 2020 lagður fram. Starfmanni nefndarinnar falið að koma áfram þeim ábendingum sem komu fram á fundinum. Samþykkt samhljóða.
Erindi til kynningar
6. 1901062 - Bæjar- og menningarhátíðir í Árborg 2019
Útgefin menningar og viðburðadagskrá sveitarfélagsins fyrir árið 2019 lögð fram. Fram kom að dagskránni væri dreift inn á öll heimili á Suðurlandi á næstunni.
7. 1905039 - 97. þing HSK
Lagt fram til kynningar.
Tillögur af 97. héraðsþingi.pdf
HSK skýrsla 2018.pdf
8. 1811216 - Fjölnota íþróttahús á Selfossvelli
Formaður fór yfir stöðu mála gagnvart framkvæmdum við nýtt fjölnota íþróttahús á Selfossvelli. Fram kom að verkefnið væri í hönnunarferlið og áætlaður framkvæmdatími væri frá hausti 2019 til sumars 2021.
9. 1904133 - Ársskýrsla 2018 - Byggðasafn Árnesinga
Lagt fram til kynningar.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:38 

Til bakaPrenta