Til bakaPrenta
Íþrótta- og menningarnefnd - 13

Haldinn í Setri Egils, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi,
09.09.2019 og hófst hann kl. 16:45
Fundinn sátu: Guðbjörg Jónsdóttir formaður, B-lista,
Guðmundur Kristinn Jónsson nefndarmaður, M-lista,
Jóna Sólveig Elínardóttir nefndarmaður, Á-lista,
Kjartan Björnsson nefndarmaður, D-lista,
Karolina Zoch nefndarmaður, D-lista,
Bragi Bjarnason menningar- og frístundafulltrúi.
Fundargerð ritaði: Bragi Bjarnason, deildastjóri menningar- og frístundadeildar
Formaður leggur til að mál nr. 1906061 "fundagerðir forvarnateymis" verði tekið á dagskrá undir erindi til kynningar. Samþykkt samhljóða.

Bragi Bjarnason ritar fundargerð.


Dagskrá: 
Almenn afgreiðslumál
1. 1908169 - Fjölgun stuðningsfulltrúa í frístundaheimilum - Viðauki við fjárhagsáætlun
Minnisblað lagt fram frá Gunnari Eystein Sigurbjörnssyni, frístunda- og forvarnafulltrúa vegna fjölgunar stuðningsfulltrúa í frístundaheimilum í sveitarfélaginu. Breytingar í starfsemi frístundaheimilanna og fjölgun íbúa hefur þau jákvæðu áhrif að fleiri börn nýta sér þjónustu frístundaheimilanna. Hluti þeirra barna þarf sértæka aðstoð og er óskað eftir viðbótar stöðugildum til að mæta þeirri þörf. Íþrótta- og menningarnefnd leggur til við bæjarráð að erindið verði samþykkt og gerður viðauki fyrir þeim kostnaði sem af því hlýst.
2. 1909043 - Áherslur ÍMÁ í fjárhagsáætlun 2020
Farið yfir helstu þætti í fjárhagsáætlunarvinnu sveitarfélagsins fyrir árið 2020. Rætt sérstaklega um þá málaflokka sem heyra undir nefndina sem og gjaldskrár stofnanna undir þeim. Starfsmanni nefndarinnar falið að koma þeim áherslum sem fram komu á fundinum áfram í fjárhagsáætlunarvinnuna.
3. 1908052 - Uppskeruhátíð frístunda- og mennigarnefndar 2019
Farið yfir drög að reglugerð um kjör íþróttakonu- og karls Árborgar 2019. Fyrirkomulag við valið í fyrra kom vel út og verður aftur stofnuð sérstök valnefnd sem hefur 80% vægi á móti 20% í opinni netkosningu. Ákveðið að hátíðin fari fram föstudaginn 27.desember nk. og fari fram á Hótel Selfoss. Reglugerðin samþykkt samhljóða.
4. 1908053 - Menningarmánuðurinn október 2019
Farið yfir drög að dagskrá menningarmánuðarins október 2019. Flestir viðburðir eru komnir á dagsetningu og verður dagskráin vegleg líkt og fyrri ár. 4.okt verður opnuð sýning í Stokk Art Gallery á Stokkseyri og sýningin "Ég man þig" verður í bragganum í Halskoti við Eyrarabakka. Hver viðburðurinn mun svo rekja annan í mánuðinum og má nefna barnavörumarkað á Stað, málverkasýning og tónleikar í Bakkastofu, Listasmiðja Davíðs Art, Kökubakstur í Byggðasafni Árnesinga, sýning í Listagjánni í Bókasafninu á Selfossi, bókamarkaður í Konubókastofu, Kvöldvara Fossbúa, Bíókvöld í samstarfi við Bíó Paradís og Bíóhússins á Selfossi, tónleikar í Knarrarósvita og sögukvöld um Ungmennafélag Selfoss á Hótel Selfoss. Nánari upplýsingar um hvern dagskrárlið verða síðan inn á heimasíðu sveitarfélagins og á samfélagsmiðlum.

Nefndin fagnar einnig að kvikmyndahátíðin Brim fari fram á Eyrarbakka lau. 28.september og bendir áhugasömum á heimasíðu hátíðarinnar www.brimkvikmyndahatid.is.

5. 1808120 - Samningur um frístundaakstur í Sveitarfélaginu Árborg
Rætt um frístundaaksturinn sem hófst aftur 2.september sl. Ánægja er í samfélaginu með þessa þjónustu og mörg börn sem nýta hana daglega í öllu sveitarfélaginu. Í framhaldi af umræðu og ábendingum er starfsmanni falið að útfæra leiðarkerfið í samvinnu við þjónustuaðila.
6. 1909042 - Málefni Sundhallar Selfoss
Þórdís Eygló Sigurðardóttir, forstöðukona sundlauga Árborga kom inn á fundinn og ræddi málefni sundlauganna. Fram kom að starfsemi Sundhallarinnar á Selfossi gengi vel og spennandi tímar væru framundan við endurhönnun útisvæðisins. luti af leiktækjum líkt og "Osturinn" er komin á endurnýjunartíma og rætt um hvort það þurfi að skoða hann sérstaklega m.t.t. öryggisstaðla. Aðsóknin hefur verið góð það sem af er árinu og sumarið betra í ár enda gott sólarsumar.

Aukning hefur verið í gestafjölda í Sundlaug Stokkseyrar en komin er viðhaldsþörf á húsnæðinu og útisvæðinu en unnið er að viðhaldsáætlun þessar vikurnar með eignadeild Árborgar. Samstarf við Kayakferðir á Stokkseyri hefur gengið vel og má rekja fjölgun gesta að hluta til þess samstarfs.

Þórdísi Eygló þakkað kærlega fyrir komuna.
Erindi til kynningar
7. 1908088 - Ærslabelgur á Selfossvöll
Lagt fram til kynningar en ákveðið hefur verið að setja niður stórt trampólín eða svokallaðan "Ærslabelg" á Selfossi. Nefndinni lýst vel á að setja eigi niður ærslabelg á Selfossi og tekur undir að skoðuðu verði kaupa á fleirum af sambærilegri stærð til að setja niður á Stokkseyri og Eyrarbakka.
8. 1909061 - Fundagerðir forvarnarteymis 2019
Lagt fram til kynningar.
Lagt til að næsti fundur nefndarinnar verði mán. 7.október kl. 17:30.



Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:30 

Til bakaPrenta