Til bakaPrenta
Eigna- og veitunefnd - 13

Haldinn að Austurvegi 67, Selfossi,
13.11.2019 og hófst hann kl. 17:00
Fundinn sátu: Tómas Ellert Tómasson formaður, M-lista,
Álfheiður Eymarsdóttir nefndarmaður, Á-lista,
Viktor Stefán Pálsson nefndarmaður, S-lista,
Sveinn Ægir Birgisson nefndarmaður, D-lista,
Þórdís Kristinsdóttir nefndarmaður, D-lista,
Atli Marel Vokes sviðsstjóri.
Fundargerð ritaði: Atli Marel Vokes, sviðsstjóri


Dagskrá: 
Almenn afgreiðslumál
1. 1910186 - Kaup á vörubíl 2019
Meirihluti nefndar samþykkir kaup á vörubíl samkvæmt fyrirliggjandi gögnum enda rúmist kaupin innan fjárheimilda Selfossveitna 2019.
Fulltrúar D-lista greiða atkvæði á móti.
2. 1910214 - Fjárfestingaráætlun 2020-2023
Áframhaldandi umræður um fjárfestingaráætlun 2019-2023
Við útsendingu fundarboðs var liðurinn Fjárfestingaráætlun 2020-2023 kynntur sem erindi til kynningar í stað almenns afgreiðslumáls

Fulltrúar D-lista leggja áherslu á að fundargögn séu til staðar með lögboðnum fyrirvara fyrir fundi eigna- og veitunefndar svo hægt sé að taka afstöðu til mála sem tilgreind eru á fundarboði. Breytir þá engu hvort um er að ræða almenn afgreiðslumál eða mál sem lögð eru fram til kynningar.

Bókun meirihluta:
Eigna- og veitunefnd hefur komið því verklagi á að vinnufundir með öllu nefndarfólki eru haldnir þar sem nefndarfólk tekur fyrir og ræðir sín á milli hvert einasta verkefni sem þar eru sett fram ofan í kjölinn og ber vott um þá áherslu meirihluta nefndarinnar að ástunda fagleg og góð vinnubrögð.

Fulltrúar meirihlutans vilja halda því til haga að nefndarfulltrúar fengu við upphaf vinnunnar drög að fjárfestingaráætlun ársins 2020 þar sem yfirlit yfir verkefnin framundan eru listuð upp. Drögin hafa eðli málsins samkvæmt tekið breytingum eftir því sem vinnu nefndarinnar og starfsmanna bæjarins hefur undið áfram allt fram til síðustu stundu þegar drögin voru samþykkt.


Meirhluti nefndarinnar samþykkir tillögu að fjárfestingaráætlun vegna ársins 2020 og þriggja ára áætlun til 2023.
Fulltrúar D-lista sátu hjá.
4. 1903289 - Fundargerðir hverfisráðs Stokkseyrar 2019
Liðir 1-6-9-10 vísað til nefndarinnar
Eigna- og veitunefnd þakkar hverfisráðinu ábendingar og góðar tillögur.


Liður 1.
Lýsing og merking á Fjörustígnum, sérstaklega við Gamla Hraun vantar
lýsingu því þar liggur stígurinn yfir heimkeyrsluna, mikill slysahætta. Hefur
verið tekið fyrir áður hjá hverfaráði og óskum við eftir því að farið verði fljótt og örugglega í þessa framkvæmd svo ekki verði stórslys.

Svar: Mannvirkja- og umhverfissviði falið að meta aðstæður og kostnaðargreina verkefnið.

Liður 6.
Laga innsiglingarmerki, hefur verið tekið fyrir áður hjá hverfaráði.

Svar: Mannvirkja- og umhverfissviði falið að kanna eignarhald innsiglingarmerkisins og gera viðeigandi ráðstafanir til lagfæringar á merkinu.

Liður 9.
Hraðahindrun á Stjörnusteina og Heiðarbrún. Mikil fjölgun á börnum þar og
nauðsynlegt að draga úr hraða bifreiða.

Svar: Mannvirkja- og umhverfissviði falið að meta aðstæður og kostnaðargreina verkefnið. Samkæmt gildandi umferðarskipulagi er gert ráð fyrir hraðahindrun á Stjörnusteinum. Samhliða endurskoðun aðalskipulags Árborgar mun umferðarskipulag verða endurskoðað. Gert er ráð fyrir fjármunum í fjárfestingaráætlun 2020 vegna hraðaminnkandi aðgerða í sveitarfélaginu.

Liður 10.
Vantar spegil við enda á götunni sem liggur frá sundlaug. Mikið um börn að
leik og oft munað litlu að annaðhvort hafi verið keyrt á barn eða að bílar lendi
saman.

Svar: Mannvirkja- og umhverfissviði falið setja upp spegil í samræmi við beiðni hverfaráðsins.

5. 1901031 - Bygging leikskóla við Engjaland 21
Nefndin fór yfir innkomin tilboð í leikskólann við Engjaland - jarðvinna
Eftirfarandi tilboð bárust:

1. Aðalleið ehf 24.990.000
2. Smávélar ehf 35.651.500
3. Verk og tæki ehf 27.993.000
4. Gröfuþjónusta Steins ehf 31.645.000
5. Karína ehf verktakar 28.796.000
6. Fögrusteinar ehf 29.230.000
7. Borgarverk ehf 27.158.000
8. Mjölnir 31.807.000
9. Háfell ehf 39.475.000
10. Bokkaverk ehf 32.665.000
11. Egill Guðjónsson ehf 29.405.080
12. HB Vélar ehf 39.475.000

Sviðsstjóra mannvirkja- og umhverfissviðs falið að ganga til samninga við lægstbjóðanda enda uppfylli hann kröfur útboðsgagna.
Erindi til kynningar
3. 1812133 - Miðbær Selfoss
Lagt fram til kynningar

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:35 

Til bakaPrenta