Til bakaPrenta
Félagsmálanefnd - 10

Haldinn í Norðursal, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi,
05.11.2019 og hófst hann kl. 17:00
Fundinn sátu: Inga Jara Jónsdóttir formaður, B-lista,
Kristbjörn Hjalti Tómasson nefndarmaður, S-lista,
Eyrún Björg Magnúsdóttir nefndarmaður, Á-lista,
Gunnar Egilsson nefndarmaður, D-lista,
Helga Þórey Rúnarsdóttir nefndarmaður, D-lista,
Guðlaug Jóna Hilmarsdóttir deildarstjóri, Anný Ingimarsdóttir deildarstjóri.
Fundargerð ritaði: Guðlaug Jóna Hilmarsdóttir, deildarstjóri
Formaður leitar afbrigða til að taka mál nr. 1910247 og mál nr. 1910248 á dagskrá sem er samþykkt samhljóða.
Guðlaug Jóna ritar fundargerð.


Dagskrá: 
Almenn afgreiðslumál
1. 1911006 - Útboð á akstri fyrir Sveitarfélagið Árborg
Svanhildur Jónsdóttir, samgönguverkfræðingur hjá VSÓ kynnti áhugaverða og metnaðarfulla breytingar á akstursútboði í Sveitarfélaginu Árborg.
2. 1502206 - Barnaverndarmál - trúnaðarmál
Trúnaðarmál fært í trúnaðarmálabók
3. 1911003 - Átak um ofbeldi
Soroptimistar óska eftir aðkomu fjölskyldusviðs vegna átaks um ofbeldi en fyrirhugað er að vera með dagskrá þar sem fjallað er um ofbeldi gegn börnum. Fengnir verða aðilar til halda erindi s.s. lögregla, dómstólar og frá sveitarfélaginu. Stefnt er að súpu eða kaffi fundi á tímabilinu 25. nóv til 10. des. Soroptimistar óska eftir því að sveitarfélagið greiði fyrir sal. Félagsmálanefnd leggur til við bæjarráð að standa straum af leigu á sal.
4. 1911002 - Fjárhagsaðstoð - trúnaðarmál
Trúnaðarmál fært í trúnaðarmálabók
5. 1909048 - Húsnæðismál - trúnaðarmál
Trúnaðarmál fært í trúnaðarmálabók
6. 1910247 - Styrkbeiðni - rekstur Kvennaathvarfsins árið 2020
Samþykkt að veita 70.000 kr styrk til reksturs Kvennaathvarfsins fyrir rekstrarárið 2020.
7. 1910248 - Styrkbeiðni - Stígamót 2020
Samþykkt að veita styrk að upphæð 70.000 til Stígamóta fyrir árið 2020.
Erindi til kynningar
8. 1911015 - Tölulegar upplýsingar er varða félagsþjónustuna
Lagt fram til kynningar.
9. 1910295 - Samningur um neyðarhnapp
Lagt fram til kynningar.
10. 1910243 - Ferli endurgreiðslu vegna fjárhagsaðstoðar við erlenda ríkisborgara
Lagt fram til kynningar
11. 1902108 - Húsnæðisáætlun Árborgar 2. útgáfa
Húsnæðisáætlun kynnt og lagt til að endurskoða þörfina fyrir hjúkrunarrými í Árnessýslu en nefndin telur það ósanngjarnt að Suðurland allt sé talið með. Eins er mikilvægt að horfa til þess að þrátt fyrir byggingu 5-6 íbúða þjónustukjarna fyrir fatlað fólk þá er þörfin enn töluverð.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 20:15 

Til bakaPrenta