Til bakaPrenta
Skipulags og byggingarnefnd - 28

Haldinn að Austurvegi 67, Selfossi,
11.09.2019 og hófst hann kl. 08:10
Fundinn sátu: Sigurjón Vídalín Guðmundsson formaður, Á-lista,
Ari Már Ólafsson nefndarmaður, M-lista,
Kristbjörn Hjalti Tómasson varamaður, S-lista,
Sandra Dís Hafþórsdóttir varamaður, D-lista,
Magnús Gíslason nefndarmaður, D-lista,
Bárður Guðmundsson skipulags- og byggingafulltrúi, Ástgeir Rúnar Sigmarsson aðstoðarbyggingafulltrúi, Stefán Guðmundsson fulltrúi á skipulags- og byggingarsviði, Leifur Stefánsson fulltrúi á skipulags- og byggingarsviði.
Fundargerð ritaði: Bárður Guðmundsson, Byggingafulltrúi
Stefán Guðmundsson ritaði fundargerð


Dagskrá: 
Almenn afgreiðslumál
1. 1909005 - Umsókn um framkvæmdarleyfi fyrir endurnýjun á malbiki og gangstétt við Eyrargötu á Eyrarbakka.
Umsækjandi: Sveitarfélagið Árborg.
Lagt er til við bæjarráð framkvæmdaleyfið verði veitt.
2. 1909004 - Umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir gatnagerð í Björkurstykki.
Umsækjandi: Sveitarféagið Árborg.
Lagt er til við bæjarráð að framkvæmdaleyfið verði veitt.
3. 1907111 - Umsókn um stækkun á byggingarreit að Hellubakka 11 Selfossi, erindið hefur verið grenndarkynnt og engar athugasemdir borist.
Umsækjandi: Cedrus ehf
Lagt er til við bæjarstjórn að skipulagsbreytingin verði samþykkt.
4. 1908244 - Umsókn um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu að Lyngheiði 15 Selfossi.
Umsækjendur: Jóhann Frímansson og Eyja Þóra Einarsdóttir.
Samþykkt að grenndarkynna erindið fyrir eigendum að Lyngheiði 13 og Engjavegi 14, 16 og 18.
5. 1909012 - Umsókn um byggingarleyfi fyrir breytingum og viðbyggingu að Birkivöllum 11 Selfossi.
Umsækjendur: Elías Rúnar Elíasson.
Samþykkt að grenndarkynna erindið fyrir eigendum að Birkivöllum 12, 13 og 14, Víðivöllum 10, 12 og 14
6. 1908183 - Umsókn um stöðuleyfi fyrir tvo 20 feta gáma við Arnberg.
Umsækjandi: Olíverslun Íslands.
Samþykkt að veita stöðuleyfi til 6 mánuða.
7. 1909040 - Umsókn um stöðuleyfi fyrir Svitahof vestan við Eyrarbakka.
Umsækjandi: David the Guide ehf.
Byggingarfulltrúa falið að afla frekari gagna.
8. 1909044 - Umsókn um nafnabreytingu að Byggðarhorni 11, óskað er eftir að fá nafnið Hraunstaðir.
Umsækjandi: Sigurlín Jóna Baldursdóttir
Nefndin samþykkir nafnabreytinguna fyrir sitt leyti.
9. 1909053 - Umsókn um stækkun á lóð að Laxalækur 28 Selfossi.
Umsækjandi: Jón Birgir Guðmundsson
Skipulags- og byggingarfulltrúa falið að ræða við umsækjanda.
10. 1908198 - Beiðni um samstarf við endurhönnun á deiliskipulagi Einarshafnarhverfis á Eyrarbakka.
Lagt fram til kynningar.
11. 1908012F - Afgreiðslunefnd byggingarfulltrúa - 25
12. 1909082 - Tillaga um breytta gjaldskrá stöðuleyfa
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarráð að reglur og gjaldskrá vegna stöðuleyfa verði endurskoðaðar. Jafnframt leggur nefndin til að komið verði upp verkferlum sem tryggi eftirlit og eftirfylgni með veittum stöðuleyfum.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 09:30 

Til bakaPrenta