Til bakaPrenta
Frístunda- og menningarnefnd - 1

Haldinn í Suðursal, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi,
04.11.2019 og hófst hann kl. 16:15
Fundinn sátu: Guðbjörg Jónsdóttir formaður, B-lista,
Guðmundur Kristinn Jónsson nefndarmaður, M-lista,
Jóna Sólveig Elínardóttir nefndarmaður, Á-lista,
Kjartan Björnsson nefndarmaður, D-lista,
Karolina Zoch nefndarmaður, D-lista,
Bragi Bjarnason menningar- og frístundafulltrúi.
Fundargerð ritaði: Bragi Bjarnason, deildarstjóri menningar- og frístundadeildar


Dagskrá: 
Almenn afgreiðslumál
1. 1911005 - Heimsókn í frístundaheimilið Hóla
Nefndin fór í heimsókn í frístundaheimilið Hóla í Sunnulækjarskóla og hitti Elísabetu Hliðdal, forstöðukonu Hóla, Elínu Maríu Þorvarðardóttur, starfsmann Hóla og Gunnar Eystein Sigurbjörnsson, frístunda- og forvarnafulltrúa. Fóru þau yfir starfsemi frístundaheimilisins en um 150 börn nýta sér þjónustuna. Gengið var um þau svæði sem frístundaheimilið hefur til afnota en því miður hefur starfsemin enga fasta heimastöð í dag þar sem fjölgun nemenda í Sunnulækjarskóla hefur kallað á að öll rými er nýtt til kennslu fyrri hluta dagsins. Fram kom í máli Elíabetar að samstarfið við Sunnulækjarskóla væri gott og allir vildu þjónusta börnin sem best. Nefndin þakkar fyrir kynninguna og greinilegt að mjög faglegt starf er unnið í frístundaheimilinu þrátt fyrir tímabundinn þröngan húskost.
2. 1911006 - Útboð á akstri fyrir Sveitarfélagið Árborg
Svanhildur Jónsdóttir frá VSÓ Ráðgjöf fór yfir drög að útboði sveitarfélagsins á akstri fyrir grunnskóla, frístundir og einstaklinga með fötlun. Nefndin tekur vel í þær hugmyndir sem koma fram hjá Svanhildi og felur starfsmanni að vinna málið áfram.
3. 1909043 - Áherslur ÍMÁ í fjárhagsáætlun 2020
Lögð fram drög að fjárhagsáætlun fyrir þá málaflokka sem heyra undir frístunda- og menningarnefnd. Starfsmaður nefndarinnar fór yfir helstu breytingar milli ára. Í ljósi þeirra áherslna sveitarfélagsins sem birtast í verkefninu heilsueflandi samfélag undirstrikar nefndin mikilvægi þess að þeim sé fylgt eftir með nauðsynlegum aðgerðum svo sem með ráðningu lýðheilsufulltrúa líkt og lagt er til í drögum að fjárhagsáætlun 2020.
4. 1911008 - Jól í Árborg 2019
Farið yfir viðburði tengda jólahátíðinni í Sveitarfélaginu Árborg. Fram kom að gefið yrði út viðburðadagatal sem yrði dreift inn á öll heimili í sveitarfélaginu. Helstu viðburðirnir verða á sínum stað og hefst jólahátíðin fimmtudaginn 21.nóvember nk. þegar kveikt verður á jólaljósunum við bókasafnið á Selfossi.
Erindi til kynningar
5. 1911007 - Ráðning forstöðumanns í Sundlaugar Árborgar
Starfsmaður nefndarinnar kynnir ráðningu nýs forstöðumanns sundlauga Árborgar en Magnús Gísli Sveinsson, 48 ára viðskiptafræðingur hefur verið ráðin í starfið úr hópi 27 umsækjenda.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:45 

Til bakaPrenta